Guðrún Guðmundsdóttir (Berjanesi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðrún Guðmundsdóttir frá Hellatúni í Ásahreppi, Rang., húsfreyja fæddist 17. maí 1900 og lést 13. nóvember 1967.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Hróbjartsson bóndi í Áskoti og Hellatúni í Ásahreppi, f. 17. október 1863 á Ásmundarstöðum í Ásahreppi, d. 14. nóvember 1962, og kona hans Þórunn Helgadóttir húsfreyja, f. 5. ágústt 1868 í Skálholti í Biskupstungum, d. 3. nóvember 1959.

Guðrún var með foreldrum sínum í æsku.
Hún bjó með Sveinbirni í Björnshúsi í Reykjavík 1920. Þar bjuggu hjá þeim Ólöf og Rut systur hans.
Þau Guðrún giftu sig 1920, eignuðust fjögur börn, en misstu eitt þeirra á öðru ári þess.
Þau dvöldu í Fljótshlíð 1921-1923, voru í Stakkholti í lok árs 1923 í Berjanesi 1924, í Bjarmahlíð 1925 og 1927.
Þau fluttu til Reykjavíkur um 1929.
Guðrún lést 1967.
Sveinbjörn lést 1988.

I. Maður Guðrúnar, (31. júlí 1920), var Sveinbjörn Friðfinnsson kennari, húsasmiður, kaupmaður, iðnrekandi, f. 28. nóvember 1891 í Haga í Vopnafirði, d. 16. maí 1988.
Börn þeirra:
1. Þórunn Sveinbjarnardóttir húsfreyja í Reykjavík, f. þar 23. apríl 1921, d. 18. mars 2015. Maður hennar Óskar Kristinn Júlíusson.
2. Guðmundur Borgar Sveinbjarnarson klæðskeri í Reykjavík, f. 28. maí 1924 í Stakkholti, d. 10. janúar 1993. Konur hans Kristín Daníelsdóttir og Elsa Jakobsdóttir. Sambúðarkona Svava Davíðsdóttir.
3. Guðrún Ólína Sveinbjarnardóttir, f. 6. desember 1925 í Bjarmahlíð, d. 30. mars 1927.
4. Garðar Sveinbjarnarson sölumaður í Reykjavík, f. 17. júní 1928 í Bjarmahlíð, d. 3. október 1971.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Holtamannabók II – Ásahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Ásahreppur 2007.
  • Morgunblaðið 22. maí 1988. Minning Sveinbjarnar.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.