Ásta Einarsdóttir (Reykjadal)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Ásta Einarsdóttir.

Ásta Einarsdóttir frá Reykjadal í Hrunamannahreppi, húsfreyja fæddist þar 7. október 1915 og lést 8. júlí 2005 á Sjúkrahúsinu.
Foreldrar hennar voru Einar Jónsson bóndi, f. 21. febrúar 1877 á Högnastöðum í Hrunamannahreppi, d. 18. september 1974, og kona hans Pálína Jónsdóttir frá Grindavík, húsfreyja, f. 23. október 1885, d. 26. nóvember 1985.

Ásta var með foreldrum sínum og 11 systkinum.
Hún vann um skeið í Fiskiðjunni.
Þau Kort Ármann giftu sig 1936, eignuðust tvö börn. Ásta réðst til starfa á heimili Gunnars Ólafssonar í Vík við Bárustíg 13, er hún var 18 ára og var síðar um skeið vinnukona hjá Steingrími Benediktssyni kennara.
Ásta vare hagyrðingur og skar út í tré.
Þau Kort giftu sig 1936, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu að Klömbru u. Eyjafjöllum, en fluttu til Eyja 1953 og bjuggu í Uppsölum-vestri við Vestmannabraut 51B.
Ásta bjó að síðustu í Hraunbúðum.
Kort lést 1986 og Ásta 2005 á Sjúkrahúsinu.

I. Maður Ástu, (1936), var Kort Ármann Ingvarsson frá Klömbru u. Eyjafjöllum, bóndi, verkamaður, f. 6. janúar 1908, d. 7. apríl 1986.
Börn þeirra:
1. Guðbjörg Júlía Kortsdóttir húsfreyja á Akureyri, f. 21. október 1936 í Klömbru. Maður hennar Grímur Jóhannesson.
2. Elín Gréta Kortsdóttir kennari í Reykjavík, f. 1. ágúst 1943 í Klömbru. Maður hennar Sigurður Sigurðsson Bogasonar frá Stakkagerði


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.