Sigurður Bogason (Stakkagerði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigurður Bogason frá Búðardal, bókhaldari, skrifstofustjóri Vestmannaeyjabæjar fæddist 29. nóvember 1903 í Búðardal í Dalas. og lést 20. nóvember 1969.
Foreldrar hans voru Bogi Sigurðsson kaupmaður, símstjóri, f. 8. mars 1858, d. 23. júní 1930, og kona hans Ragnheiður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 4. júní 1867, d. 5. október 1911.
Stjúpmóðir Sigurðar var Ingibjörg Sigurðardóttir húsfreyja, kennari, símstjóri í Búðardal, f. 6. mars 1874 á Kjalarlandi í Vindhælishreppi, A-Hún., d. 25. október 1970.

Sigurður var með foreldrum sínum í Búðardal í bernsku, en móðir hans lést, er hann var tæpra átta ára.
Hann var með föður sínum og systur 1911 og 1912, með föður sínum og Ingibjörgu Sigurðardóttur síðari konu hans 1913-1919.
Sigurður var leigjandi á Laufásvegi 12 í Reykjavík 1920. Hann var háseti á Vestmannaeyja-Þór (sjá mynd frá 1924 í Bliki 1971). Sigurður fluttist til Eyja 1926, skráður bókhaldari 1930.
Þau Matthildur giftu sig 1927, eignuðust sjö börn. Þau bjuggu í Valhöll við fæðingu fjögurra fyrstu barna sinna, í Stakkagerði við fæðingu síðari þriggja barna sinna, en í Sólhlíð (Búðarhól) við andlát Sigurðar 1969.
Matthildur lést 1984.

I. Kona Sigurðar, (28. október 1927), var Matthildur Ágústsdóttir húsfreyja, f. 28. júlí 1900 í Stakkagerði, d. 18. júní 1984.
Börn þeirra:
1. Guðrún Ágústa Sigurðardóttir Brander, f. 26. desember 1927 í Valhöll.
2. Ragnheiður Sigurðardóttir, f. 20. mars 1929 í Valhöll.
3. Bogi Sigurðsson, f. 9. febrúar 1932 í Valhöll, d. 19. janúar 2023.
4. Haukur Sigurðsson, f. 11. desember 1934 í Valhöll.
5. Þórdís Sigurðardóttir, f. 2. febrúar 1939 í Stakkagerði, d. 24. desember 1994.
6. Þorsteinn Sigurðsson, f. 28. júlí 1940 í Stakkagerði.
7. Sigurður Sigurðsson, f. 20. mars 1943 í Stakkagerði.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.