Kort Ármann Ingvarsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Kort Ármann Ingvarsson bóndi, verkamaður frá Klömbru u. Eyjafjöllum fæddist 6. janúar 1908 og lést 7. apríl 1986.
Foreldrar hans voru Ingvar Pálsson bóndi, f. 3. október 1863, d. 16. maí 1910, og kona hans Kristbjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 26. febrúar 1870, d. 2. maí 1949.

Börn Kristbjargar og Ingvars – í Eyjum:
1. Sigurjón Ingvarsson skipstjóri í Skógum f. 20. desember 1895, d. 29. mars 1986.
2. Ísleifur Ingvarsson verkamaður, verkstjóri, f. 27. mars 1905, d. 22. janúar 2001.
3. Kort Ármann Ingvarsson verkamaður, f. 6. janúar 1908, f. 7. apríl 1986.

Kort var með foreldrum sínum, en faðir hans lést, er Kort var á þriðja árinu. Hann var með móður sinni 1920 og 1930.
Kort sótti störf á vertíðum í Eyjum, var verkamaður.
Þau Ásta giftu sig 1936, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu að Klömbrum u. Eyjafjöllum, en fluttu til Eyja 1953 og bjuggu í Uppsölum-vestri við Vestmannabraut 51B.
Kort lést 1986 og Ásta 2005.

I. Kona Korts, (20. júní 1956), var Ásta Einarsdóttir frá Reykjadal í Hrunamannahreppi, Árn., húsfreyja, f. 7. október 1915, d. 8. júlí 2005.
Börn þeirra:
1. Guðbjörg Júlía Kortsdóttir húsfreyja á Akureyri, f. 21. október 1936. Maður hennar Grímur Jóhannesson.
2. Elín Gréta Kortsdóttir kennari í Reykjavík, f. 1. ágúst 1943. Sambúðarmaður hennar Sigurður Sigurðsson Bogasonar frá Stakkagerði.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.