Gréta Kortsdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Elín Gréta Kortsdóttir.

Elín Gréta Kortsdóttir kennari fæddist 1. ágúst 1943 í Klömbru u. Eyjafjöllum.
Foreldrar hennar voru Kort Ármann Ingvarsson bóndi, verkamaður, f. 6. janúar 1908, d. 7. apríl 1986, og kona hans Ásta Einarsdóttir frá Reykjadal í Hrunamannahreppi, húsfreyja, f. 7. október 1916, d. 8. júlí 2005.

Börn Ástu og Korts:
1. Guðbjörg Júlía Kortsdóttir húsfreyja á Akureyri, f. 21. október 1936 í Klömbru. Maður hennar Grímur Jóhannesson.
2.Elín Gréta Kortsdóttir kennari í Reykjavík, f. 1. ágúst 1943 í Klömbru. Maður hennar Sigurður Sigurðsson Bogasonar frá Stakkagerði.

Gréta varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1960, nam í Myndlistarskólanum í Rvk 1962-1964, lauk kennaraprófi í Myndlistar- og handíðaskólanum 1970. Hún sótti ýmis námskeið síðar.
Gréta kenndi í Barnaskólanum í Eyjum 1970-1972, Fellaskóla í Rvk frá 1973-1988, í Laugalækjarskóla í Rvk 1988-2003.
Þau Sigurður giftu sig, eignuðust ekki börn. Þau búa í Barðavogi í Rvk.

I. Maður Elínar Grétu er Sigurður Sigurðsson frá Stakkagerði, vélvirkjameistari, f. 20. mars 1943.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Elín Gréta.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.