Ásgeir Ingi Þorvaldsson
Ásgeir Ingi Þorvaldsson frá Blönduósi, múrarameistari fæddist þar 16. júlí 1948 og lést 16. október 2020.
Foreldrar hans voru Þorvaldur Ásgeirsson (Tolli) frá Blönduósi, verkamaður, söngvari, f. 7. febrúar 1921, d. 29. júlí 2003, og kona hans Sigurborg Jónína Sigríður Gísladóttir frá Svarthamri í Álftafirði við Ísafjarðardjúp, húsfreyja, f. 27. apríl 1923, d. 7. desember 2006.
Börn Sigurborgar og Þorvaldar:
1. Ásgeir Ingi Þorvaldsson múrari, sjómaður, f. 16. júlí 1948, d. 16. október 2020. Kona hans Guðfinna Sveinsdóttir.
2. Hrefna Þorvaldsdóttir, f. 29. desember 1951. Maður hennar Valgeir Benediktsson.
3. Olgeir Þorvaldsson, f. 19. febrúar 1961. Kona hans Sigríður Óskarsdóttir.
Ásgeir lauk sveinsprófi í múrverki á Sauðárkróki 1969, öðlaðist síðar meistararéttindi.
Hann starfaði um skeið í Reykjavík, flutti til Eyja og var þar sjómaður og múrari.
Þau Sigrún giftu sig 1969, eignuðust tvö börn, en skildu.
Þau Guðfinna giftu sig 1974, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu við Smáragötu 4, síðar við Kirkjubæjarbraut 1.
Ásgeir lést 2020.
I. Kona Ásgeirs Inga, (6. desember 1969, skildu), Sigrún Pálsdóttir úr Reykjavík, f. 1. nóvember 1951. Foreldrar hennar voru Páll Ólafsson verkamaður, f. 26. ágúst 1927, d. 2. júlí 2003, og kona hans María Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 1. apríl 1922, d. 22. júlí 2013.
Börn þeirra:
1. María Nsamba Ásgeirsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 13. desember 1968 á Blönduósi. Fyrri maður hennar Kristófer Jónsson sjómaður. Maður hennar Martin Nsamba.
2. Þorvaldur Tolli Ásgeirsson sjómaður í Eyjum, f. 30. nóvember 1971 í Reykjavík. Sambúðarkona hans Soffía Hjálmarsdóttir.
II. Kona Ásgeirs Inga, ( 1. desember 1974), er Guðfinna Sveinsdóttir húsfreyja, lyfjatæknir, f. 1. maí 1954. Foreldrar hennar og Arnlaug Lára Þorgeirsdóttir húsfreyja, f. 10. ágúst 1932, d. 2. október 2015, og maður hennar Sveinn Valdimarsson sjómaður, vélstjóri, stýrimaður, útgerðarmaður, f. 11. ágúst 1934, d. 16. janúar 2018.
Börn þeirra:
1. Sveinn Ásgeirsson sjómaður, stýrimaður, f. 8. janúar 1974 í Reykjavík. Kona hans Sigrún Alda Ómarsdóttir.
2. Borgþór Ásgeirsson sálfræðingur, viðskiptafræðingur í Cambridge á Englandi, f. 20. mars 1980 í Eyjum. Kona hans Birgitta Sif Jónsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 24. október 2020. Minning.
- Múraratal og steinsmiða. 2. útgáfa, aukin. Þorsteinn Jónsson, Brynjólfur Ámundason. Þjóðsaga 1993.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.