Sigurborg Gísladóttir (Svarthamri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sigurborg Jónína Sigríður Gísladóttir.

Sigurborg Jónína Sigríður Gísladóttir frá Svarthamri í Álftafirði við Ísafjarðardjúp, húsfreyja fæddist þar 27. apríl 1923 og lést 7. desember 2006 í Hraunbúðum.
Foreldrar hennar voru Gísli Hermann Guðmundsson þá sjómaður á Ísafirði, síðar bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 26. júlí 1884, d. 25. september 1969 og Sigríður Guðrún Guðmundsdóttir þá vinnukona á Svarthamri, síðar í Hafnarfirði, f. 16. mars 1900, d. 22. október 1988.
Fósturforeldrar hennar voru afabróðir hennar Ásgeir Helgi Kristjánsson frá Arnardal við Ísafj.djúp, bóndi á Svarthamri, f. 15. október 1860, d. 6. mars 1951, og kona hans Hinrika Guðmunda Sigurðardóttir húsfreyja, f. 23. apríl 1864, d. 11. maí 1935.

Sigurborg var með fósturforeldrum sínum á Svarthamri, en fósturmóðir hennar lést, er Sigurborg var ellefu ára.
Hún vann ýmis verslunar- og skrifstofustörf á Blönduósi og vann við Símann þar um skeið.
Þau Þorvaldur giftu sig 1946, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Blönduóshreppi, m.a. á Hvanná. Þau fluttu til Hafnarfjarðar 1971, og þar vann Sigurborg lengst á Hrafnistu.
Þau Þorvaldur fluttu til Eyja 1998, bjuggu m.a. við Hásteinsveg 39. Að síðustu dvöldu þau í Hraunbúðum.
Þorvaldur lést 2003 og Sigurborg 2006.

I. Maður Sigurborgar, (8. júní 1946), var Þorvaldur Ásgeirsson, f. 7. febrúar 1921, d. 29. júlí 2003.
Börn þeirra:
1. Ásgeir Ingi Þorvaldsson múrari, sjómaður, f. 16. júlí 1948, d. 16. október 2020. Kona hans Guðfinna Sveinsdóttir.
2. Hrefna Þorvaldsdóttir, f. 29. desember 1951. Maður hennar Valgeir Benediktsson.
3. Olgeir Þorvaldsson, f. 19. febrúar 1961. Kona hans Sigríður Óskarsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 16. desember 2006. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestfirzkar ættir. Arnardalsætt – Eyrardalsætt. Ari Gíslason og V.B. Valdimarsson. V.B. Valdimarsson 1959-1968.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.