Þorvaldur Ásgeirsson (Blönduósi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Þorvaldur Ásgeirsson.

Þorvaldur Ásgeirsson (Tolli) frá Blönduósi, verkamaður fæddist þar 7. febrúar 1921 og lést 29. júlí 2003 í Hraunbúðum.
Foreldrar hans voru Ásgeir Þorvaldsson múrarameistari á Blönduósi, f. 4. ágúst 1881, d. 25. janúar 1962, og kona hans Hólmfríður Zóphoníasdóttir húsfreyja, f. 9. júní 1889, d. 5. apríl 1957.

Þorvaldur vann verkamannastörf.
Hann var listhneigður, málaði myndir og söng í kvartett og kórnum ,,Jónas Tryggvason og félagar“.
Þau Sigurborg giftu sig 1946, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Blönduóshreppi og m.a. á Hvanná í Langadal. Þau fluttu til Hafnarfjarðar 1971.
Þau Þorvaldur fluttu til Eyja 1998, bjuggu m.a. við Hásteinsveg 39. Að síðustu dvöldu þau í Hraunbúðum.
Þorvaldur lést 2003 og Sigurborg 2006.

I. Kona Þorvaldar, (8. júní 1946), var Sigurborg Jónína Sigríður Gísladóttir frá Svarthamri í Álftafirði við Djúp, húsfreyja, verslunarmaður, talsímakona, f. 27. apríl 1923, d. 7. desember 2006.
Börn þeirra:
1. Ásgeir Ingi Þorvaldsson múrari, sjómaður, f. 16. júlí 1948, d. 16. október 2020. Kona hans Guðfinna Sveinsdóttir.
2. Hrefna Þorvaldsdóttir, f. 29. desember 1951. Maður hennar Valgeir Benediktsson.
3. Olgeir Þorvaldsson, f. 19. febrúar 1961. Kona hans Sigríður Óskarsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.