Ágústa Lárusdóttir (Kirkjuhvammi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ágústa Lárusdóttir.

Ágústa Lárusdóttir frá Kirkjuhvammi, Kirkjuvegi 43, húsfreyja, talsímakona fæddist þar 10. júní 1941 og lést 5. júlí 2017 á Landspítalanum.
Foreldrar hennar voru Lárus Ársæll Ársælsson útgerðarmaður, forstjóri, f. 9. maí 1914, d. 13. ágúst 1990, og kona hans Ágústa Gísladóttir húsfreyja, f. 25. ágúst 1914, d. 15. ágúst 1941.

Börn Ágústu Gísladóttur og Lárusar:
1. Sigríður Lárusdóttir húsfreyja í Eyjum og Reykjavík, f. 23. janúar 1936 í Skálholti.
2. Ársæll Lárusson rafvirkjameistari, f. 6. nóvember 1939 í Skálholti.
3. Ágústa Lárusdóttir húsfreyja, talsímakona, skrifstofumaður í Reykjavík, f. 10. júní 1941 í Kirkjuhvammi við Kirkjuvegi 43, síðast í Kópavogi, d. 5. júlí 2017.

Ágústa missti móður sína á þriðja mánuði aldurs síns.
Hún ólst upp að mestu hjá móðurforeldrum sínum, Sigríði Einarsdóttur og Gísla Magnússyni.
Ágústa lauk skyldunámi 1956 og fór síðan að vinna á Símstöðinni í Eyjum, vann þar til 1964, þegar síminn varð sjálfvirkur, fluttist þá til Reykjavíkur og vann þar hjá Pósti og síma til 1971.
Um 1978 hóf hún skrifstofustörf hjá Landflutningum og síðan hjá Samskipum þar til hún lét af störfum fyrir aldurs sakir.
Þau Héðinn eignuðust þrjú börn.
Ágústa lést 2017.

I. Maður Ágústu, (25. desember 1966), er Héðinn Baldvinsson frá Akureyri, rafvirki, f. 29. apríl 1940. Foreldrar hans voru Baldvin Sigurðsson á Akureyri, f. 22. september 1903, d. 1. janúar 1981, og Auður Þorsteinsdóttir, f. 7. janúar 1909, d. 3. október 1992.
Börn þeirra:
1. Sigríður Héðinsdóttir, f. 28. maí 1968. Barnsfaðir hennar Arnar Reynisson.
2. Gísli Héðinsson, f. 19. desember 1969. Kona hans var María Sigrún Gunnarsdóttir, látin.
3. Auður Héðinsdóttir, f. 13. febrúar 1971. Maður hennar, skildu, er Pétur Jakob Petersen.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.