Ágústa Gísladóttir (Skálholti)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Ágústa Gísladóttir frá Skálholti við Urðaveg, húsfreyja fæddist 24. maí 1914 í Skálholti við Landagötu og lést 15. ágúst 1941.
Foreldrar hennar voru Gísli Magnússon frá Djúpárhreppi, Rang., skipstjóri, útgerðarmaður, f. 25. júní 1886, d. 2. maí 1962 , og kona hans Októvía Sigríður Einarsdóttir frá Sandhúsi í Mjóafirði eystra, húsfreyja, f. 15. desember 1891, d. 24. ágúst 1964.

Börn Sigríðar og Gísla:
1. Sigríður Margrét Gísladóttir húsfreyja, f. 5. febrúar 1912 í Skálholti-eldra, d. 20. maí 2010.
2. Óskar Gíslason skipstjóri, f. 6. mars 1913 í Skálholti-eldra, d. 19. janúar 1983.
3. Ágústa Gísladóttir húsfreyja, f. 24. ágúst 1914 í Skálholti-eldra, d. 15. ágúst 1941.
4. Haraldur Gíslason verkstjóri, f. 28. febrúar 1916 í Skálholti-eldra, d. 22. júní 1996.
5. Garðar Þorvaldur Gíslason vélvirki, kafari, f. 22. júní 1931 í Skálholti-yngra, d. 17. júní 2013.
6. Erna Gísladóttir, f. 8. mars 1933 í Skálholti-yngra, d. 21. júní 1936.

Ágústa var með foreldrum sínum í æsku, fluttist með þeim að Skálholti við Urðaveg.
Hún var verslunarmær í Skálholti við giftingu þeirra Lárusar 1935. Þau eignuðust þrjú börn, bjuggu í Skálholti við fæðingu Sigríðar 1936 og við fæðingu Ársæls 1939, á Fífilgötu 5 1940, voru komin í hús sitt Kirkjuhvamm að Kirkjuvegi 43 við fæðingu Ágústu 1941.
Ágústa lést rúmum tveim mánuðum eftir síðasta barnsburð.
Lárus lést 1990.

I. Maður Ágústu, (6. júlí 1935), var Lárus Ársæll Ársælsson frá Fögrubrekku forstjóri, útgerðarmaður, f. 9. maí 1914, d. 13. ágúst 1990.
Börn þeirra:
1. Sigríður Lárusdóttir húsfreyja í Eyjum og Reykjavík, f. 23. janúar 1936 í Skálholti.
2. Ársæll Lárusson rafvirkjameistari, f. 6. nóvember 1939 í Skálholti.
3. Ágústa Lárusdóttir húsfreyja, talsímakona, skrifstofumaður í Reykjavík, f. 10. júní 1941 í Kirkjuhvammi við Kirkjuvegi 43, síðast í Kópavogi, d. 5. júlí 2017.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.