Bertha María Ársælsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Bertha María Ársælsdóttir matvæla- og næringarfræðingur fæddist 3. júní 1964 í Eyjum.
Foreldrar hennar Ársæll Lárusson frá Skálholti við Urðaveg, rafvirkjameistari, f. 6. nóvember 1939, og kona hans Rósa Martinsdóttir frá Laugarbraut 1, húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 20. apríl 1941.

Börn Rósu og Ársæls:
1. Lárus Ársælsson byggingaverkfræðingur hjá Mannviti, f. 20. ágúst 1962. Kona hans Sveinborg Lára Kristjánsdóttir.
2. Bertha María Ársælsdóttir matvæla- og næringarfræðingur á Landspítanum, f. 3. júní 1964. Maður hennar Kolbeinn Gunnarsson.

Bertha var með foreldrum sínum í æsku, við Sóleyjargötu 1 og Urðaveg 31.
Hún varð stúdent í MR 1984, lauk B.Sc-prófi í matvælafræði í HÍ 1988, lauk M.Sc.-prófi í næringarfræði í HÍ 2007, diploma í kennslufræði í HR 2011.
Bertha var næringarfræðingur á Landspítalanum í 25 ár.
Þau Kolbeinn giftu sig 1989, eignuðust tvö börn. Þau búa við Bollagarða á Seltjarnarnesi.

I. Maður Berthu, (17. júní 1989), er Kolbeinn Gunnarsson frá Rvk, rafmagnsverkfræðingur, f. 27. september 1962. Foreldrar hans Gunnar Kolbeinsson kennari, síðar bóndi í Syðri-Knarrartungu á Snæf., f. 16. febrúar 1937 í Kollafirði, Kjós, d. 14. febrúar 2023, og kona hans Iðunn Guðmundsdóttir húsfreyja, kennari, f. 23. apríl 1940 á Suðureyri í Súgandafirði.
Börn þeirra:
1. Rósa Kolbeinsdóttir, verkfræðingur hjá Össuri hf., f. 27. apríl 1990 í Rvk. Sambúðarmaður hennar er Heiðar Jónsson, kerfisfræðingur.
2. Gunnar Kolbeinsson, verkfræðingur hjá Blikk, f. 21. júní 1995 í Rvk. Sambúðarkona hans er Ilmur Björg Einarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Bertha.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Verkfræðingatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson. Þjóðsaga ehf. 1996.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.