Helgi Ársælsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Helgi Ársælsson frá Herðubreið við Heimagötu 28, pípulagningameistari, vélvirki, vinnuvélastjórnandi, vélgæslumaður fæddist þar 25. október 1949.
Foreldrar hans voru Ársæll Karlsson frá Stokkseyri, vélstjóri, f. 21. desember 1915, d. 26. október 1990, og kona hans Guðrún Helgadóttir frá Sólvangi, húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 11. júní 1914, d. 14. júní 2000.

Börn Guðrúnar og Ársæls:
1. Helgi Ársælsson pípulagningamaður, vélvirki, vinnuvélastjóri, vélgæslumaður, f. 25. október 1949. Kona hans Steinunn Óskarsdóttir.
2. Guðfinna Ársælsdóttir, f. 29. mars 1951 á Stokkseyri, býr í London. Maður hennar Zdenek Smidak af tékknesku bergi.

Helgi var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lærði búfræði um skeið í Bændaskólanum á Hólum, nam pípulagnir í Iðnskólanum á Selfossi frá 1971 og varð sveinn þaðan og öðlaðist meistararéttindi. Síðar öðlaðist hann rafsuðuréttindi. Hann lærði vélvirkjun í Svíþjóð 1985-1988 og fékk sænsk réttindi.
Helgi stundaði sjómennsku frá Þorlákshöfn um skeið frá 16 ára aldri. Hann var vinnuvélastjóri á Tungnársvæðinu 1974-1985. Þá var hann vélgæslumaður í Kjörís í Hveragerði, bifreiðastjóri og vann við viðgerðir hjá Íslandsfrakt, en að síðust var hann vélgæslumaður hjá Mjólkursamsölunni í Búðardal.
Þau Steinunn giftu sig 1969, eignuðust þrjú börn. Þau búa í Hveragerði.

I. Kona Helga, (6. desember 1969), er Steinunn Óskarsdóttir bókasafns- og upplýsingatæknir, húsfreyja, bókavörður, skrifstofumaður, f. 28. október 1952. Foreldrar hennar voru Óskar Ólafsson húsasmíðameistari, f. 7. apríl 1907, d. 7. júlí 1988, og Kristín Þórðardóttir húsfreyja, garðyrkjumaður, f. 20. apríl 1920, d. 2. janúar 2004.
Börn þeirra:
1. Guðrún Helgadóttir húsfreyja, f. 5. apríl 1970. Maður hennar Gunnar Einarsson.
2. Eyþór Helgason orkutæknifræðingur, vélstjóri, f. 9. desember 1972. Kona hans Tihonira Toleva.
3. Kristinn Ingi Helgason bráðatæknir, rafvirki, f. 20. október 1983. Kona hans Kristen Fontaine.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.