Árni Gíslason (Eyvindarholti)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Árni Gíslason frá Þorvaldseyri u. Eyjafjöllum, verkamaður, sjómaður fæddist þar 17. maí 1894 og lést 17. júlí 1970.
Foreldrar hans voru Gísli Gíslason vinnumaður, bóndi í Berjanesi u. Eyjafjöllum, f. 16. júlí 1854 í Holti á Síðu í V.-Skaft., d. 17. október 1921 í Bifröst í Eyjum, og bústýra hans Guðrún Björnsdóttir, f. 14. nóvember 1862 á Rauðafelli u. Eyjafjöllum, d. 31. maí 1922.

Árni var með foreldrum sínum á Leirum u. Eyjafjöllum 1910.
Hann flutti til Eyja 1919, var verkamaður og stundaði sjómennsku.
Þau Guðlaug giftu sig 1922, eignuðust eitt barn, sem lést 1924. Þau skildu samvistir.
Þau Kristín hófu sambúð, eignuðust sex börn, en misstu eitt þeirra á fyrsta ári þess. Þau bjuggu á Litlu-Grund við Vesturveg 24 1927, í Brúarhúsi (Horninu) við Vestmannabraut 1 1930, í Vinaminni við Urðaveg 5 1931, í Héðinshöfða við Hásteinsveg 36 1934, í Eyvindarholti við Brekastíg 7b 1940 og 1945.
Þau Kristín fluttu til Reykjavíkur, bjuggu síðast í Höfðaborg þar.
Árni lést 1970 og Kristín 1971.

I. Kona hans, (7. maí 1922, skildu), var Guðlaug Einarsdóttir húsfreyja, f. 20. maí 1901, d. 1. apríl 1934.
Barn þeirra:
1. Guðmundur Gísli Árnason, f. 27. nóvember 1922, d. 23. júlí 1924.

II. Sambúðarkona Árna var Kristín Jónsdóttir, f. 26. febrúar 1891 á Hæringsstöðum í Flóa, síðast í Höfðaborg 98 í Reykjavík, d. 28. ágúst 1971.
Börn þeirra:
2. Gíslína Guðlaug Árnadóttir, f. 7. nóvember 1925 á Litlu-Grund, d. 7. september 2012.
3. Þórunn Sigríður Árnadóttir, f. 25. október 1926 á Litlu-Grund, d. 19. mars 1927.
4. Jóna Svanhvít Árnadóttir, f. 3. febrúar 1928 á Litlu-Grund, d. 6. september 2011.
5. Ásta Árnadóttir, f. 12. september 1929 á Horninu, síðast í Reykjavík, d. 2. október 1980.
6. Sigurjón Stefán Árnason, f. 12. október 1930 á Horninu, d. 3. október 1951.
7. Þuríður Guðmunda Árnadóttir, f. 12. desember 1931 í Vinaminni, býr í Bandaríkjunum.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.