Guðrún Björnsdóttir (Bifröst)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðrún Björnsdóttir frá Rauðafelli u. Eyjafjöllum fæddist þar 4. nóvember 1862 og lést 31. maí 1922 á Bifröst. Foreldrar hennar voru Björn Björnsson vinnumaður, f. 4. ágúst 1830, d. 11. október 1912, og kona hans Guðrún Jónsdóttir vinnukona, f. 18. nóvember 1836, d. 5. janúar 1920.

Guðrún var niðursetningur í Steinum u. Eyjafjöllum 1870, vinnukona á Minni-Borg þar 1880.
Hún var vinnukona í Bakkakoti og eignaðist barn þar með Jóni 1889, var húsfreyja í Berjanesi þar 1901 með barn sitt Gíslínu Björnsdóttur (á að vera Jónsdóttur) 11 ára og börn hennar og Gísla, Árna og Guðmund. Þau bjuggu á Leirum 1910 með fjórum börnum sínum.
Þau fluttu til Eyja 1916 með þrjá syni sína, en Halldóra var látin. Þau bjuggu á Bifröst 1920 með Jóhanni Sveinbirni syni sínum.
Gísli var daglaunamaður í Eyjum.
Hann lést 1921 og Guðrún 1922.

I. Barnsfaðir Guðrúnar var Jón Stefánsson, þá vinnumaður á Seljavöllum, síðar trésmiður á Akureyri, f. 24. maí 1868, d. 28. ágúst 1939.
Barn þeirra:
1. Gíslína Jónsdóttir, f. 21. nóvember 1889. Hún var stödd á Hrauni í Eyjum 1910. Gíslína var fædd í Bakkakoti og varð kona Magnúsar á Skansinum.

II. Sambúðarmaður Guðrúnar var Gísli Gíslason bóndi, síðar verkamaður í Eyjum, f. 16. júlí 1854 á Heiði í Mýrdal, d. 17. október 1921 á Bifröst.
Börn þeirra:
1. Árni Gíslason, f. 17. maí 1894, d. 17. júlí 1970.
2. Guðmundur Gíslason gullsmiður í Reykjavík, f. 29. september 1900, d. 15. nóvember 1935.
3. Halldóra Gísladóttir, f. 11. janúar 1905, d. 28. ágúst 1915.
4. Jóhann Sveinbjörn Gíslason bóndi í Mið-Mörk u. Eyjafjöllum, f. 20. maí 1910, d. 1. nóvember 1990.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.