Kristín Jónsdóttir (Eyvindarholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Kristín Jónsdóttir frá Hæringsstöðum í Flóa, húsfreyja fæddist þar 26. febrúar 1891 og lést 28. ágúst 1971.
Foreldrar hennar voru Jón Þorsteinsson vinnumaður, f. 11. desember 1865, d. 27. ágúst 1898 og Þuríður Árnadóttir vinnukona, f. 29. maí 1861, d. 21. september 1918.

Kristín var hjá ættingjum á Leiðólfsstöðum á Stokkseyri 1901, kom að Litla-Hrauni frá Dalbæ í Gaulverjabæjarhreppi 1910 og var þar vinnukona, var um skeið í Eyjum, eignaðist barn með Sigurgísla á Skjaldbreið 1918, fór að Norður-Hvoli í Mýrdal 1919, var vinnukona þar 1919-1920, í Skammadal í Mýrdal 1920-1921, missti barnið Sigríði 1921 á Skagnesi þar. Hún var vinnukona í Suður-Vík 1921-1923.
Hún flutti til Eyja 1923.
Þau Árni hófu búskap, eignuðust sex börn, en misstu eitt þeirra á fyrsta ári þess. Þau á bjuggu á Litlu-Grund við Vesturveg 24 1927, í Brúarhúsi (Horninu) við Vestmannabraut 1 1930, í Vinaminni við Urðaveg 5 1931, í Héðinshöfða við Hásteinsveg 36 1934, í Eyvindarholti við Brekastíg 7b 1940 og 1945.
Þau Kristín fluttu til Reykjavíkur, bjuggu síðast í Höfðaborg þar.
Árni lést 1970 og Kristín 1971.

I. Barnsfaðir Kristínar var Sigurgísli Jónsson frá Skagnesi í Mýrdal, f. þar 3. desember 1892, d. 1. desember 1930, drukknaði af togaranum Apríl á leið frá Englandi.
Barn þeirra:
1. Sigríður Sigurgísladóttir, f. 28. ágúst 1918 á Skjaldbreið, d. 12. febrúar 1921 á Skagnesi í Mýrdal.

II. Sambúðarmaður Kristínar var Árni Gíslason frá Þorvaldseyri u. Eyjafjöllum, verkamaður, sjómaður, f. þar 17. maí 1894, d. 17. júlí 1970 í Reykjavík.
Börn þeirra:
1. Gíslína Guðlaug Árnadóttir, f. 7. nóvember 1925 á Litlu-Grund, d. 7. september 2012.
2. Þórunn Sigríður Árnadóttir, f. 25. október 1926 á Litlu-Grund, d. 19. mars 1927.
3. Jóna Svanhvít Árnadóttir, f. 3. febrúar 1928 á Litlu-Grund, d. 6. september 2011.
4. Ásta Árnadóttir, f. 12. september 1929 á Horninu, síðast í Reykjavík, d. 2. október 1980.
5. Sigurjón Stefán Árnason, f. 12. október 1930 á Horninu, d. 3. október 1951.
6. Þuríður Guðmunda Árnadóttir, f. 12. desember 1931 í Vinaminni, býr í Bandaríkjunum.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.