Guðlaug Árnadóttir (Litlu-Grund)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Gíslína Guðlaug Árnadóttir.

Gíslína Guðlaug Árnadóttir frá Litlu-Grund, húsfreyja fæddist þar 7. nóvember 1925 og lést 7. september 2012 á Hjúkrunarheimilinu Mörk í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Árni Gíslason frá Þorvaldseyri u. Eyjafjöllum, verkamaður, sjómaður, f. 17. maí 1894, d. 17. júlí 1970, og sambúðarkona hans Kristín Jónsdóttir frá Hæringsstöðum í Flóa, húsfreyja, f. þar 26. febrúar 1891, d. 28. ágúst 1971.

Börn Kristínar og Árna:
1. Gíslína Guðlaug Árnadóttir, f. 7. nóvember 1925 á Litlu-Grund, d. 7. september 2012.
2. Þórunn Sigríður Árnadóttir, f. 25. október 1926 á Litlu-Grund, d. 19. mars 1927.
3. Jóna Svanhvít Árnadóttir, f. 3. febrúar 1928 á Litlu-Grund, d. 6. september 2011.
4. Ásta Árnadóttir, f. 12. september 1929 á Horninu, síðast í Reykjavík, d. 2. október 1980.
5. Sigurjón Stefán Árnason, f. 12. október 1930 á Horninu, d. 3. október 1951.
6. Þuríður Guðmunda Árnadóttir, f. 12. desember 1931 í Vinaminni, býr í Bandaríkjunum.

Barn Kristínar og Sigurgísla Jónssonar:
7. Sigríður Sigurgísladóttir, f. 28. ágúst 1918 á Skjaldbreið, d. 12. febrúar 1921 á Skagnesi í Mýrdal.

Barn Árna og Guðlaugar Einarsdóttur:
8. Guðmundur Gísli Árnason, f. 27. nóvember 1922, d. 23. júlí 1924.

Guðlaug var með foreldrum sínum í æsku, fluttist með þeim til Reykjavíkur.
Hún vann ýmis störf, m.a. við fiskiðnað hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur (BÚR) og á dvalarheimili Hrafnistu, þar sem hún vann rúm 20 ár.
Þau Björn Þórarinn giftu sig, eignuðust fjögur börn, en skildu.
Þau Bragi bjuggu saman síðar.
Guðlaug lést 2012.

I. Maður Guðlaugar var Björn Þórarinn Markússon, f. 30. apríl 1923, d. 3. ágúst 1971. Foreldrar hans voru Markús Jónsson, f. 22. febrúar 1891, d. 17. maí 1976 og Jóhanna Jónsdóttir húsfreyja, f. 8. júní 1880, d. 15. september 1973.
Börn þeirra:
1. Jóhanna Kristín Björnsdóttir, f. 4. október 1946.
2. Viðar Björnsson, f. 24. ágúst 1948.
3. Sigurjón Stefán Björnsson, f. 26. janúar 1953.
4. Guðmundur Edvin Þór Björnsson, f. 6. maí 1957, d. 8. janúar 1982.

II. Sambúðarmaður Guðlaugar var Bragi Jónasson, f. 8. september 1924, d. 11. september 1983.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.