Sigríður Gísladóttir (Skálholti)
Sigríður Margrét Gísladóttir frá Skálholti, húsfreyja fæddist 5. febrúar 1912 í Skálholti við Landagötu og lést 20. maí 2010.
Foreldrar hennar voru Gísli Magnússon frá Djúpárhreppi, Rang., skipstjóri, útgerðarmaður, f. 25. júní 1886, d. 2. maí 1962 , og kona hans Októvía Sigríður Einarsdóttir frá Sandhúsi í Mjóafirði eystra, húsfreyja, f. 15. desember 1891, d. 24. ágúst 1964.
Börn Sigríðar og Gísla:
1. Sigríður Margrét Gísladóttir húsfreyja, f. 5. febrúar 1912 í Skálholti-eldra, d. 20. maí 2010.
2. Óskar Gíslason skipstjóri, f. 6. mars 1913 í Skálholti-eldra, d. 19. janúar 1983.
3. Ágústa Gísladóttir húsfreyja, f. 24. ágúst 1914 í Skálholti-eldra, d. 15. ágúst 1941.
4. Haraldur Gíslason verkstjóri, rafvirki, f. 28. febrúar 1916 í Skálholti-eldra, d. 22. júní 1996.
5. Garðar Þorvaldur Gíslason vélvirkjameistari, kafari, f. 22. júní 1931 í Skálholti-yngra, d. 17. júní 2013.
6. Erna Gísladóttir, f. 8. mars 1933 í Skálholti-yngra, d. 21. júní 1936.
Sigríður var með foreldrum sínum í æsku, með þeim í Skálholti-eldra, síðan í Skálholti-yngra við Urðaveg.
Þau Sigurður giftu sig 1930, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu í fyrstu í Skálholti við Urðaveg, en vorið 1934 keyptu þau húsið Sólnes af Thomas Thomsen vélfræðingi og bjuggu þar.
Þau dvöldu í Kaupmannahöfn 1947-1949, fluttu heim á því ári og bjuggu í Sólnesi, en fluttust síðan til Reykjavíkur og bjuggu þar til ársins 1996, er þau fluttu að Selfossi og bjuggu þar að Fossheiði 46 við andlát Sigurðar, en Sigríður bjó síðast á dvalarheimili aldraðra að Eyrargötu 26 á Eyrarbakka.
I. Maður Sigríðar Margrétar, (1. nóvember 1930), var Sigurður Guttormsson frá Hamragerði í Eiðaþinghá á Fljótsdalshéraði, bankamaður, bæjarfulltrúi, ritstjóri, f. 15. ágúst 1906, d. 10. febrúar 1998 á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi.
Barn þeirra:
1. Gísli Sigurðsson frá Sólnesi, kennari á Selfossi, f. 23. nóvember 1932 í Skálholti við Urðaveg.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Gísli.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 5. mars 1998. Minning Sigurðar.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.