Ragnhildur Jónsdóttir (Varmahlíð)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ragnhildur Jónsdóttir frá Varmahlíð u. Eyjafjöllum, húsfreyja fæddist þar 13. febrúar 1845 og lést 6. mars 1927.
Foreldrar hennar voru Jón Arnoddsson bóndi á Rauðhálsi í Mýrdal, f. 1. júní 1818, d. 12. október 1892, og kona hans Guðríður Einarsdóttir húsfreyja, f. 22. ágúst 1815, d. 11. desember 1879.

Börn Guðríðar og Jóns - í Eyjum:
1. Ragnhildur Jónsdóttir, f. 13. febrúar 1845, d. 6. mars 1927.
2. Þuríður Jónsdóttir, f. 8. september 1848, d. 31. maí 1935.

Ragnhildur var með foreldrum sínum í Drangshlíð 1845 og 1850, í Neðri-Dal í Mýrdal 1851-1856, í Breiðuhlíð þar 1856-1857 á Ketilsstöðum þar 1857-1858. Hún var vinnukona á Felli þar 1858-1864.
Þau Jón giftu sig 1873, eignuðust þrjú börn. Þau voru bændur í Bakkakoti u. Eyjafjöllum 1873-1879, á Eyvindarhólum þar 1879-1897, í Efra-Hrútafellskoti þar 1897-1903.
Ragnhildur flutti til Eyja 1911, var vinnukona á Heklu við Hásteinsveg 16 1916, barnfóstra hjá Margréti dóttur sinni á Vestari Gjábakka 1920.
Jón lést 1903 og Ragnhildur 1927.

I. Maður Ragnhildar, (15. nóvember 1873), var Jón Einarsson frá Leirum u. Eyjafjöllum, bóndi, f. þar 12. nóvember 1848, d. 16. júní 1903. Foreldrar hans voru Einar Höskuldsson, f. 1816, d. 17. nóvember 1869, og Gyðríður Jónsdóttir, f. 16. desember 1827, d. 13. maí 1892.
Börn þeirra:
1. Margrét Jónsdóttir vinnukona, síðar á Miðhúsum, húsfreyja ógift með barn sitt á Vestari-Gjábakka 1920, f. 21. ágúst 1874, d. 3. ágúst 1941. Barnsfaðir hennar var Magnús Jónsson.
2. Guðríður Jónsdóttir húsfreyja á Minni-Borg u. Eyjafjöllum, síðar í Bjarnleifshúsi við Heimagötu 17, f. 10. ágúst 1876, d. 6. febrúar 1950. Maður hennar Magnús Jónsson.
3. Gísli Jónsson, f. 25. júlí 1879, d. 30. maí 1882.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.