Þuríður Jónsdóttir (Hlaðbæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Þuríður Jónsdóttir í Hlaðbæ, húsfreyja, síðar í dvöl fæddist 8. september 1848 í Drangshlíð u. Eyjafjöllum og lést 31. maí 1935 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Jón Arnoddsson bóndi á Rauðhálsi í Mýrdal, f. 1. júní 1818, d. 12. október 1892, og kona hans Guðríður Einarsdóttir húsfreyja, f. 22. ágúst 1815, d. 11. desember 1879.

Börn Guðríðar og Jóns - í Eyjum:
1. Ragnhildur Jónsdóttir, f. 13. febrúar 1845, d. 6. mars 1927.
2. Þuríður Jónsdóttir, f. 8. september 1848, d. 31. maí 1935.

Þuríður var með foreldrum sínum í æsku.
Hún var sambýliskona Þórðar í Götu í Ásahreppi, Rang. 1879-1887. Þau voru vinnufólk á Eyvindarhólum u. Eyjafjöllum 1890 og þar voru synir þeirra Stefán og Jón Þórarinn ,,tökubörn“. Þórður lést 1898 og Jón Þórarinn 1902. Þuríður var hjú ásamt Stefáni syni sínum í Eystri-Skógum 1901. Þau fluttust til Eyja 1907, og Þuríður bjó síðan hjá honum og Þorgerði konu hans í Hlaðbæ og á Geirlandi. Þau fluttust til Borgarfjarðar eystra 1914. Hún var hjá þeim í Bakkagerði þar 1915, á Glettinganesi 1920.
Þuríður fluttist með þeim til Reykjavíkur 1927. Hún lést 1935.

I. Sambýlismaður Þuríðar var Þórður Einarsson bóndi í Götu í Ásahreppi, f. 28. apríl 1832 í Stöðulkoti í Þykkvabæ, d. 18. maí 1898. Foreldrar hans voru Einar Magnússon bóndi í Stöðulkoti, f. 26. ágúst 1800, d. 28. október 1873 og kona hans Anna Þórðardóttir húsfreyja, f. 9. júlí 1799, d. 27. október 1878.
Börn þeirra:
1. Guðjón Þórðarson útgerðarmaður í Heklu, f. 16. september 1879, d. 10. apríl 1957.
2. Einar Þórðarson verkamaður, lifrarbræðslumaður, f. 9. júní 1882, d. 12. febrúar 1925.
3. Stefán Þórðarson sjómaður í Hlaðbæ og formaður á Geirlandi, síðar eftirlitsmaður í Reykjavík, f. 18. apríl 1886, d. 10. nóvember 1968.
4. Jón Þórarinn Þórðarson, f. 31. mars 1890, d. 21. mars 1902.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók II – Ásahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Ásahreppur 2007.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.