Guðríður Jónsdóttir (Bjarnleifshúsi)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Guðríður Jónsdóttir frá Eyvindarhólum u. Eyjafjöllum, húsfreyja í Bjarnleifshúsi fæddist 10. ágúst 1876 og lést 6. febrúar 1950.
Foreldrar hennar voru Jón Einarsson bóndi, f. 1. mars 1850, d. 28. apríl 1903, og kona hans Ragnhildur Jónsdóttir húsfreyja, f. 13. febrúar 1845, d. 6. mars 1927.

Systir Guðríðar var Margrét Jónsdóttir, sem fylgdi Guðríði og Ragnhildi móður þeirra til Eyja.

Guðríður var með foreldrum sínum í æsku. Hún eignaðist Ragnhildi 1900 og var hún í fóstri hjá Ragnhildi móðurmóður sinni í Hrútafellskoti ytra 1901, en þá voru Guðríður og Magnús vinnuhjú í Steinum.
Árni fæddist 1902. Þau Guðríður giftu sig 1906 og voru bændur á Minni-Borg u. Eyjafjöllum 1910 með börnin hjá sér.
Þau fluttust að Dvergasteini 1911 með börnin og þeim fylgdu Ragnhildur móðir Guðríðar og Margrét systir Guðríðar. Þau bjuggu í Dvergasteini til 1915, voru leigjendur í Heklu 1916, á Háeyri 1917 og enn 1922 og þá fylgdu þeim börnin og Helgi Kristinn maður Ragnhildar. Þau bjuggu í Nikhól 1924 ásamt Ragnhildi móður Guðríðar, Ragnhildi dóttur þeirra, Helga Kristni Halldórssyni manni hennar, barni þeirra og Alexander syni hennar.
Þau voru á Bergstöðum 1927, á Miðhúsum 1930, Kirkjuvegi 41 (Langa-Hvammi) 1940 og 1945, Bjarnleifshúsi 1949.

Maður Guðríðar, (1906), var Magnús Jónsson steinhleðslumeistari, f. 17. maí 1875 u. Eyjafjöllum og lést 25. október 1958.
Börn þeirra:
1. Ragnhildur Magnúsdóttir húsfreyja í Ólafsfirði, f. 19. febrúar 1900, d. 14. janúar 1939.
2. Árni Magnússon bóndi á Kröggólfsstöðu í Ölfusi, síðast í Þorlákshöfn, f. 26. febrúar 1902, d. 1. október 1961.
Fósturdóttir þeirra, dótturdóttir þeirra, var
3. Guðbjörg María Helgadóttir, f. 6. desember 1923. Dóttir Guðbjargar Maríu, en hún ólst upp í Bjarnleifshúsi var
4. Ragna María Pálmadóttir f. 27. mars 1941.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.