Gylfi Þór Úranusson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Gylfi Þór Úranusson.

Gylfi Þór Úranusson vélstjóri, vinnuvélastjóri fæddist 10. nóvember 1953 á Bessastíg 8 og lést 30. september 2012. Foreldrar hans voru Úraníus Guðmundsson vélstjóri, f. 28. desember 1914 í Reykjavík, d. 17. júní 1968, og kona hans Jórunn Lilja Magnúsdóttir frá Ólafshúsum, húsfreyja, f. 5. desember 1919 í Dvergasteini, d. 14. febrúar 2008.

Börn Lilju og Úraníusar:
1. Viktor Þór Úraníusson trésmiður í Eyjum og á Reykjalundi, f. 27. janúar 1942 á Bjarmalandi, Flötum 10, d. 27. ágúst 2020.
2. Pálína Úranusdóttir fiskiðnaðarkona, starfskona í Hraunbúðum, f. 5. september 1950 í Reykjavík.
3. Gylfi Þór Úranusson vélstjóri, f. 10. nóvember 1953 á Bessastíg 8, d. 30. september 2012.
4. Jón Trausti Úranusson, vinnuvélastjóri, f. 9. júní 1952 á Sjúkrahúsinu, dó af slysförum í hlíðum Eldfells 28. júní 1993.
5. Skúli Úranusson, bifreiðastjóri, f. 23. maí 1956 á Bessastíg 8, d. 10. maí 2022.
6. Oddgeir Magnús Úranusson, sjómaður, vinnuvélastjóri, f. 30. október 1958 á Sjúkrahúsinu.

Gylfi Þór var með foreldrum sínum, en faðir hans lést er Gylfi Þór var á fimmtánda árinu.
Hann varð sjómaður, vélstjóri, var á Kóp VE 11, Lunda VE 110 og Berg VE 44, en lengst af á Frá VE 78. Hann vann um árabil í FES og Fiskiðjunni, en einnig á gröfum hjá Viðlagasjóði og Gröfuþjónustu Einars og Guðjóns. Síðustu ár vann hann hjá Vélaverkstæðinu Þór
Gylfi Þór keypti húsið við Nýjabæjarbraut 3 og byggði það upp eftir Gosið og bjó þar.
Hann var ókvæntur.
Gylfi Þór lést 2012.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.