Oddgeir Magnús Úranusson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Oddgeir Magnús Úranusson sjómaður, vinnuvélastjóri fæddist 30. október 1958 á Sjúkrahúsinu.
Foreldrar hans voru Úraníus Guðmundsson vélstjóri, f. 28. desember 1914 í Reykjavík, d. 17. júní 1968, og kona hans Jórunn Lilja Magnúsdóttir frá Ólafshúsum, húsfreyja, f. 5. desember 1919 í Dvergasteini, d. 14. febrúar 2008.

Börn Lilju og Úraníusar:
1. Viktor Þór Úraníusson, trésmiður í Eyjum og á Reykjalundi, f. 27. janúar 1942 á Bjarmalandi, Flötum 10, d. 27. ágúst 2020.
2. Pálína Úranusdóttir fiskiðnaðarkona, starfskona í Hraunbúðum, f. 5. september 1950 í Reykjavík.
3. Gylfi Þór Úranusson vélstjóri, f. 10. nóvember 1953 í Skógum við Bessastíg 8, d. 30. september 2012.
4. Jón Trausti Úranusson, vinnuvélastjóri, f. 9. júní 1952 á Sjúkrahúsinu, dó af slysförum í hlíðum Eldfells 28. júní 1993.
5. Skúli Úranusson, bifreiðastjóri, f. 23. maí 1956 á Bessastíg 8, d. 10. maí 2022.
6. Oddgeir Magnús Úranusson, sjómaður, vinnuvélastjóri, f. 30. október 1958 á Sjúkrahúsinu.

Oddgeir Magnús var með foreldrum sínum á Boðaslóð 6 fyrstu ár sín, en faðir hans lést, er Oddgeir var á tíunda árinu.
Hann var með móður sinni, fór snemma til sjós, en varð síðar gröfustjóri.
Oddgeir Magnús býr að Boðaslóð 6. Hann er ókvæntur.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.