Forsíða

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
1973 Allir í bátana á Heimaslóð


.

Einstakt björgunarafrek á heimsvísu var þegar íbúar Vestmannaeyja voru fluttir á brott frá Heimaey 23.janúar 1973 Nú hafa verið skráðar upplýsingar með hvaða hætti íbúar flúðu Eyjuna eða alls, 5.049 manns, 2.630 karlar og 2.369 konur auk 50 ófæddra barna sem voru í móðurkviði þann 23.janúar 1973.

Fólkið fór frá Eyjum með 58 bátum og skipum, flugi eða varð lengur í Eyjum þessa nótt. Að auki komu a.m.k. þrír bátar til Eyja um morguninn til að sækja fólk en fóru farþegalausir til baka. Skráð hefur verið hvar sérhver farþegi var búsettur á þeim tíma og með hvaða báti hann fór og hverjir voru í áhöfn þess báts auk þess hverjir fóru með flugi.

Ingibergur Óskarsson hefur unnið þrekvirki við að safna upplýsingum um flóttann mikla frá Heimaey 23. janúar 1973 og eru upplýsingarnar nú aðgengilegar á 1973 Allir í bátana á Heimaslóð.


Mynd vikunnar
Grein vikunnar

Þorskurinn er straumlínulaga og rennilegur fiskur, hausstór, kjaftstór og undirmynntur. Augun eru stór. Á höku er skeggþráður. Bakuggarnir eru þrír og er miðugginn lengstur, raufaruggar eru tveir. Sporðblaðka er stór og þverstýfð fyrir endann. Eyruggar eru vel þroskaðir. Kviðuggar eru framan við eyruggana , hreistur er smátt og rákin er greinileg. Liturinn er mjög breytilegur eftir aldri og umhverfi. Algengasti liturinn er gulgrár á baki og hliðum, með þéttum, dökkum smáblettum. Að neðan er þorskurinn ljósari og hvítur á kvið. Lesa meira

Heimaslóð hefur nú 40.090 myndir og 19.030 greinar.

Vinsamlegast sendið allar ábendingar og fyrirspurnir á netfangið heimaslod@vestmannaeyjar.is