Valdimar Kristinsson (Miðhúsum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Valdimar Kristinsson.

Valdimar Kristinsson frá Miðhúsum, verkamaður, vélgæslumaður fæddist 8. nóvember 1919 og lést 30. maí 1988.
Foreldrar hans voru Kristinn Ástgeirsson á Miðhúsum, sjómaður, trillukarl, vigtarmaður, listamaður, f. 6. ágúst 1894, d. 31. júlí 1981, og kona hans Jensína María Matthíasdóttir frá Færeyjum, húsfreyja, f. 16. febrúar 1892 í Kvívík, d. 28. maí 1947.

Börn Jensínu og Kristins:
1. Jakob Matthías Kristinsson, f. 1. október 1916, d. 23. júní 1931.
2. Guðjón Kristinn Kristinsson vélstjóri, skipstjóri, f. 29. nóvember 1917, d. 28. mars 1975.
3. Valdimar Kristinsson verkamaður, síðast í Innri-Akraneshreppi, f. 8. nóvember 1919, d. 30. maí 1988.
4. Drengur, f. í júní 1921, d. 6. júlí 1921.
5. Jens Kristinsson sjómaður, beitningamaður, verkamaður, f. 13. september 1922, d. 12. júní 2015.
6. Ásgeir Kristinsson, f. 16. júní 1924, d. 9. nóvember 1929.
7. Finnbogi Kristinsson, f. 13. febrúar 1926, d. 11. desember 1926.
8. Tryggvi Kristinsson, f. 21. mars 1928, d. 25. desember 1969.
9. Kristinn Kristinsson sjómaður, f. 11. mars 1933, d. 1. janúar 1997.
Sonur Kristins Ástgeirssonar og Oktavíu Þórunnar Jóhannsdóttur:
10. Jóhann Kristinsson verslunarmaður í Reykjavík, f. 9. janúar 1913, d. 13. október 1985.

Valdimar var með foreldrum sínum í æsku.
Hann var sjómaður, síðar vélgæslumaður í Sementsverksmiðjunni á Akranesi frá 1960-dánardægurs.
Þau Ruth giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Reykjavík 1958-1960, fluttu þá að Krossi í Innri-Akraneshreppi (Hvalfjarðarströnd), byggðu síðan Sólvelli í landi Kross og bjuggu þar till dánardægurs Valdimars.
Valdimar lést 1988 og Ruth 2007.

I. Kona Valdimars var Katrín Ruth Jónsdóttir, f. 11. maí 1927 í Reykjavík, d. 4. október 2007. Foreldrar hennar voru Jón Ármann Benediktsson bóndi á Krossi í Innri-Akraneshreppi (nú Hvalfjarðarströnd), f. 16. desember 1898, d. 2. desember 1963, og Valdís Ragnheiður Jónsdóttir, f. 26. október 1892, d. 10. október 1962.
Börn þeirra:
1. Guðfinna Valdimarsdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður á Akranesi, f. 30. ágúst 1959. Fyrri maður hennar Sigurður Jónsson. Maður hennar Sigurður Jóhann Hauksson.
2. Ingólfur Valdimarsson starfsmaður í Sementsverksmiðjunni, verkamaður, f. 1. nóvember 1966. Kona hans Guðný Sjöfn Sigurðardóttir.
Börn Ruthar úr fyrra hjónabandi hennar:
3. Elín Kolbeinsdóttir verslunarmaður í Reykjavík, f. 13. ágúst 1951. Fyrri maður Árni Ágúst Hjálmarsson, látinn. Síðari maður Guðbjörn Ásgeirsson.
4. Þorgeir Kolbeinsson verslunarmaður í Reykjavík, f. 3. desember 1954. Kona hans Hrönn Hjörleifsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Borgfirzkar æviskrár. Margir höfundar. Sögufélag Borgarfjarðar 1969-2007.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 12. október 2007. Minning Ruthar.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.