Suðurey

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 15. október 2005 kl. 15:04 eftir Frosti (spjall | framlög) Útgáfa frá 15. október 2005 kl. 15:04 eftir Frosti (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Suðurey

Suðurey liggur um kílómetra suðvestur af Stórhöfða og er fjórða stærsta úteyjan, um 0.2km². Eyjan er girt háum hömrum að suðurhliðinni undanskilinni, þar sem grasi vaxin brekka nær niður að sjó. Við brekkuna er eini möguleiki á uppgöngu á eyjuna en vegna öldubrots úr suðri er hún stundum erfið. Um miðbik eyjarinnar liggur hryggur, um 161m hár þar sem hann er hæstur. Mikið gróðurlendi þekur stóran hluta eyjunnar. Veiðikofi Suðureyinga var reistur 1951 norðan megin á eyjunni en miklar endurbætur hafa verið gerðar síðan þá. Fé er haft á beit í Suðurey og úteyjamenn veiða þar lunda. Mynd:Suðurey-kort.PNG Það er sagt bátfært í Suðurey þegar að öldur brjóta ekki á sunnanverðri Hænu, þar sem að bátaaðstaðan er sunnan til á eynni.