Stefán Guðmundsson (Kirkjubæ)

From Heimaslóð
Revision as of 15:24, 29 June 2015 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search

Stefán Guðmundsson bóndi á Kirkjubæ fæddist 1750 og lést 13. febrúar 1793.
Foreldrar hans voru sr. Guðmundur Högnason prestur á Kirkjubæ, f. 1713, d. 6. febrúar 1795, og kona hans Guðrún Hallsdóttir húsfreyja, f. 1725, d. 16. desember 1785.

Börn sr. Guðmundar og Guðrúnar í Eyjum voru:
1. Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 1749, d. 12. febrúar 1817. Hún var ekkja, vinnukona á Kirkjubæ 1801, ekkja þar 1816. Maki hennar og börn eru ókunn.
2. Stefán Guðmundsson bóndi á Kirkjubæ, f. 1750, d. 13. febrúar 1793. Kona hans var Vilborg Erlendsdóttir húsfreyja.
3. Guðmundur Guðmundsson bóndi á Kirkjubæ, f. 1753, d. 28. september 1825. Kona hans var Þuríður Einarsdóttir húsfreyja.
4. Anna Guðmundsdóttir húsfreyja á Kirkjubæ, f. 1757, d. 17. apríl 1849, kona sr. Bjarnhéðins Guðmundssonar.
5. Rakel Guðmundsdóttir húsfreyja í Gvendarhúsi, f. 1758, d. 20. febrúar 1793, kona Bergsteins Guðmundssonar.
6. Árni Guðmundsson bóndi á Vilborgarstöðum, f. 1762, d. 21. apríl 1819. Fyrri kona hans var Guðríður Guðmundsdóttir húsfreyja. Síðari kona hans var Ástríður Þorláksdóttir húsfreyja.
7. Guðrún Guðmundsdóttir bústýra og vinnukona á Búastöðum, f. 1769, d. 8. janúar 1841 á Búastöðum.

Kona Stefáns var Vilborg Erlendsdóttir húsfreyja, f. 1750, d. 15. mars 1836.
Börn þeirra hér. (Ath. að fæðingaskrá í Eyjum er til frá árinu 1786, en dánarskrá með eyðum frá 1785):
1. Ólafur Stefánsson bóndi í Gerði, f. 11. apríl 1786, d. 13. mars 1838 á Suðurnesjum.
2. Þorbjörg Stefánsdóttir, f. 4. apríl 1788, d. 12. apríl 1788 úr sótt.
3. Bjarni Stefánsson bóndi og sjómaður á Búastöðum, f. 29. apríl 1790, d. 3. júní 1855.
4. Vilborg Stefánsdóttir, f. 26. mars 1792, d. 9. apríl 1792 úr ginklofa.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.