„Sigurður Hallvarðsson (Pétursborg)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 13: Lína 13:
Sigurður var með fjölskyldu sinni í æsku.<br>
Sigurður var með fjölskyldu sinni í æsku.<br>
Hann nam rafvirkjun við Iðnskólann í Vestmannaeyjum, tók sveinspróf þaðan 1962. <br>
Hann nam rafvirkjun við Iðnskólann í Vestmannaeyjum, tók sveinspróf þaðan 1962. <br>
Hann Starfaði hjá [[Erling Ágústsson|Erling Ágústssyni]] rafvirkjameistara, Raftækjavinnustofu [[Haraldur Eiríksson|Haraldar Eiríkssonar]].  
Hann starfaði hjá [[Erling Ágústsson|Erling Ágústssyni]] rafvirkjameistara og á Raftækjavinnustofu [[Haraldur Eiríksson|Haraldar Eiríkssonar]].  
Hann vann hjá  Raftækjavinnustofu Sigurðar Bjarnasonar, hjá Ólafi Jensen rafvirkjameistara, Bræðrunum Ormsson og Þórði Finnbogasyni rafvirkjameistara. <br>
Hann vann hjá  Raftækjavinnustofu Sigurðar Bjarnasonar, hjá Ólafi Jensen rafvirkjameistara, Bræðrunum Ormsson og Þórði Finnbogasyni rafvirkjameistara. <br>
Sigurður var stundakennari við Iðnskólann í Reykjavík frá 1975-1980, starfsmaður hjá Félagi íslenskra rafvirkja frá 1974 og síðar Rafiðnaðarsambandi Íslands þar til hann lét af störfum vegna veikinda vorið 2002. <br>
Sigurður var stundakennari við Iðnskólann í Reykjavík frá 1975-1980, starfsmaður hjá Félagi íslenskra rafvirkja frá 1974 og síðar Rafiðnaðarsambandi Íslands þar til hann lét af störfum vegna veikinda vorið 2002. <br>

Útgáfa síðunnar 3. febrúar 2019 kl. 21:28

Sigurður Hallvarðsson.

Sigurður Hallvarðsson frá Pétursborg, rafvirkjameistari fæddist 9. maí 1937 á Vesturvegi 29 og lést 5. nóvember 2006.
Foreldrar hans voru Hallvarður Sigurðsson verkamaður, f. 14. maí 1902 á Seyðisfirði, d. 5. ágúst 1967, og kona hans Sigríður Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 26. júlí 1910 á Rauðafelli u. Eyjafjöllum, d. 7. febrúar 1995.

Börn Hallvarðs og Sigríðar voru:
1. Guðbjörg Hallvarðsdóttir hjúkrunarfræðingur í Hafnarfirði, f. 4. maí 1935 á Laugalandi, d. 11. nóvember 2014.
2. Ingibjörg Hallvarðsdóttir, f. 15. apríl 1936 á Laugalandi.
3. Sigurður Hallvarðsson rafvirkjameistari, f. 9. maí 1937 á Vesturvegi 29, d. 5. nóvember 2006.
4. Ásta Hallvarðsdóttir, f. 25. júní 1939 á Bakkastíg 3, d. 31. janúar 2019.
5. Andvana drengur, f. 5. febrúar 1948 í Pétursborg.
6. Hrefna Hallvarðsdóttir, f. 2. júní 1952 á Sjúkrahúsinu.

Sigurður var með fjölskyldu sinni í æsku.
Hann nam rafvirkjun við Iðnskólann í Vestmannaeyjum, tók sveinspróf þaðan 1962.
Hann starfaði hjá Erling Ágústssyni rafvirkjameistara og á Raftækjavinnustofu Haraldar Eiríkssonar. Hann vann hjá Raftækjavinnustofu Sigurðar Bjarnasonar, hjá Ólafi Jensen rafvirkjameistara, Bræðrunum Ormsson og Þórði Finnbogasyni rafvirkjameistara.
Sigurður var stundakennari við Iðnskólann í Reykjavík frá 1975-1980, starfsmaður hjá Félagi íslenskra rafvirkja frá 1974 og síðar Rafiðnaðarsambandi Íslands þar til hann lét af störfum vegna veikinda vorið 2002.
Sigurður var gjaldkeri Félags íslenskra rafvirkja 1969-1978 og varaformaður frá 1978-1987, gjaldkeri Rafiðnaðarsambands Íslands 1978-1993. Hann sat í fræðslunefnd rafiðna, sveinsprófsnefnd, stjórn Iðnráðs Reykjavíkur og fleiri nefndum sem tengdust verkalýðshreyfingunni. Þau Málhildur Þóra giftu sig 1958, bjuggu í Gvendarhúsi, eignuðust kjörbarnið Angantý 1959.
Þau fluttust til Reykjavíkur 1962, eignuðust þrjú börn.
Sigurður lést 2006.

I. Kona Sigurðar, (4. október 1958), var Málhildur Þóra Angantýsdóttir húsfreyja, f. 2. júlí 1938 í Reykjavík.
Börn þeirra:
1. Angantýr Sigurðsson tæknifræðingur í Reykjavík, kjörsonur hjónanna, f. 10. janúar 1959 í Eyjum, kvæntur Erlu Björk Gunnarsdóttur lífeindafræðingi. Angantýr er sonur Sigurðar Hallvarðssonar og Elísabetar Sigurðardóttur, f. 13. maí 1933, d. 14. júlí 2013.
2. Hallvarður Sigurðsson, rafvirki í Noregi, f. 11. september 1959 í Reykjavík, kvæntur Önnu Margréti Ingólfsdóttur.
3. Elín Fríða Sigurðardóttir húsfreyja, viðskiptafræðingur í Reykjavík, f. 11. janúar 1966, gift Davíð Þór Óskarssyni,


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.