Málhildur Þóra Angantýsdóttir
Málhildur Þóra Angantýsdóttir húsfreyja, sjúkraliði fæddist 2. júlí 1938 í Reykjavík og lést 1. október 2017.
Foreldrar hennar voru Angantýr Guðjónsson verkstjóri, f. 22. maí 1917 í Reykjavík, d. 6. ágúst 1961, og kona hans Dóra Sigríður Halldórsdóttir húsfreyja, f. 9. september 1911 í Reykjavík, d. 24. september 2007.
Málhildur Þóra var með foreldrum sínum í æsku.
Hún tók landspróf í Gagnfræðaskóla Austurbæjar.
Þau Sigurður giftu sig 1958, bjuggu í Gvendarhúsi í Eyjum, eignuðust þrjú börn.
Þau fluttu til Reykjavíkur 1962, bjuggu lengst á Bústaðavegi, en síðar í Grafarholti.
Málhildur Þóra lauk sjúkraliðanámi 1972 og starfaði lengst á Landakotsspítala.
Hún sat í stjórn Sjúkraliðafélags Íslands og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félagið. Hún var varaborgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og í stjórn Málfundafélagsins Óðins.
Sigurður lést 2006 og Málhildur Þóra 2017.
I. Maður Málhildar Þóru, (4. október 1958), var Sigurður Hallvarðsson frá Pétursborg, rafvirkjameistari, f. þar 9. maí 1937, d. 5. nóvember 2006.
Börn þeirra:
1. Angantýr Sigurðsson tæknifræðingur í Reykjavík, kjörsonur Málhildar Þóru, f. 10. janúar 1959 í Eyjum, kvæntur Erlu Björk Gunnarsdóttur lífeindafræðingi. Angantýr er sonur Sigurðar Hallvarðssonar og Elísabetar Sigurðardóttur, f. 13. maí 1933, d. 14. júlí 2013.
2. Hallvarður Sigurðsson, rafvirki í Noregi, f. 11. september 1959 í Reykjavík, kvæntur Önnu Margréti Ingólfsdóttur.
3. Elín Fríða Sigurðardóttir húsfreyja, viðskiptafræðingur á Hvolsvelli, f. 11. janúar 1966, gift Davíð Þór Óskarssyni.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 9. nóvember 2006 og 13. október 2017. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.