„Kristján Rósberg Guðmundsson“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Kristján Rósberg Guðmundsson''' frá Heiðarbæ, pípulagningameistari, tækniteiknari fæddist 17. september 1919 í Reykjavík og lést 24. júlí 1975.<br> F...)
 
m (Verndaði „Kristján Rósberg Guðmundsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 6. apríl 2019 kl. 21:29

Kristján Rósberg Guðmundsson frá Heiðarbæ, pípulagningameistari, tækniteiknari fæddist 17. september 1919 í Reykjavík og lést 24. júlí 1975.
Foreldrar hans voru Guðmundur Jónsson ökumaður, múrari, skipasmiður, verkamaður, bóndi, f. 11. apríl 1876 í Ártúni við Reykjavík, d. 2. október 1958, og síðari kona hans Guðríður Þórunn Ásgrímsdóttir húsfreyja, f. 26. september 1880 á Kröggólfsstöðum í Ölfusi, d. 11. maí 1954.

Börn Guðmundar og Kristjönu Rósu Sigurðardóttur fyrri konu hans:
1. Sigurður Guðmundsson, f. 27. maí 1904 á Þingeyri í Sandasókn, Ís., drukknaði 17. mars 1928.
2. Þorbjörg Guðmundsdóttir húsfreyja á Boðaslóð 3, f. 29. ágúst 1905 í Reykjavík, d. 10. febrúar 1960.
3. Guðni Tómas Guðmundsson sjómaður, f. 20. september 1906 í Reykjavík, d. 2. apríl 1995.
4. Ingólfur Guðmundsson úrsmiður í Eyjum, f. 27. júlí 1909 í Reykjavík, d. 28. febrúar 1968.
Börn Guðmundar og Guðríðar Þórunnar síðari konu hans í Eyjum:
5. Ásþór Guðmundsson rafsuðumaður, f. 20. mars 1918 í Reykjavík, síðar á Vatnsleysuströnd, d. 17. nóvember 1985.
6. Kristján Rósberg Guðmundsson pípulagningameistari, tækniteiknari, f. 17. september 1919 í Reykjavík, síðar á Vatnsleysuströnd, d. 24. júlí 1975.
7. Matthías Gunnlaugur Guðmundsson húsasmiður, síðar í Keflavík, f. 19. nóvember 1920 í Reykjavík, d. 25. október 1997.
Barn Guðmundar með Vilborgu Kristjánsdóttur:
8. Kristjana Guðlaug Guðmundsdóttir húsfreyja á Þingeyri við Dýrafjörð, f. 25. júní 1901, d. 14. júlí 1978. Menn hennar voru Óskar Gunnar Jóhannsson og Bjarni Guðbjartur Jóhannsson.
Barn Guðmundar með Ólínu Sigríði Ólafsdóttur:
9. Margrét Guðlaug Guðmundsdóttir húsfreyja á Siglufirði, f. 11. desember 1917, d. 2. september 1992. Maður hennar var Jósafat Sigurðsson.

Kristján var með foreldrum sínum í æsku, fluttist með þeim til Eyja 1921, bjó með þeim á Eiðinu, að Ofanleiti, í Stórhöfðavita, á Brimhólum og í Heiðarbæ.
Þau fluttust að Hnausum á Snæfellsnesi 1936 og nokkru síðar að Skjaldartröð í Breiðavík þar.
Kristján fluttist í Voga á Vatnsleysuströnd 1947.
Kristján lærði pípulagnir og fékk meistararéttindi. Hann vann við iðnina um skeið, en lærði tækniteiknun og vann síðan við hana á vegum bandaríska hersins.
Kristján kvæntist þýskri konu, Susanne, bjuggu á Sólbergi í Vogum. Þau eignuðust þrjú börn, en misstu eitt þeirra þrettán ára.
Kristján Rósberg lést 1975 og Susanne 1982.

Kona Kristjáns Rósbergs var Susanne Guðmundsson húsfreyja, f. 17. apríl 1930 í Þýskalandi, d. 24. desember 1982.
Börn þeirra:
1. Björgvin Wilhelm Kristjánsson, f. 23. september 1950, d. 12. ágúst 1963 af slysförum, hrapaði í Stapa.
2. Kristján Gústaf Kristjánsson flugnemi, f. 7. júlí 1952, d. 30. júlí 1971 í flugslysi.
3. Guðmundur Þór Kristjánsson bifreiðastjóri í Ytri-Njarðvík, f. 5. febrúar 1957. Fyrri kona hans var Harpa Hauksdóttir. Síðari kona Guðmundar Þórs var Hanna Kristjánsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.