„Jóhann Jónsson (Suðurgarði)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
m (Verndaði „Jóhann Jónsson (Suðurgarði)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 21. september 2015 kl. 13:33

Jón Jóhann Jónsson stýrimaður fæddist 3. júlí 1893 á Kirkjulandi í A-Landeyjum og lést 20. febrúar 1976.
Faðir hans var Jón bóndi á Kirkjulandi og Hallgeirsey, en flutti til Eyja 1903 og bjó í Svaðkoti, síðar Suðurgarði, f. 2. september 1868 á Voðmúlastöðum þar, d. í Eyjum 23. maí 1946, Guðmundsson bónda, hreppstjóra og hreppsnefndarmanns á Voðmúlastöðum, f. 26. október 1833 á Vestri-Torfastöðum í Fljótshlíð, d. 1. nóvember 1898 í Hallgeirsey, Guðmundssonar bónda á Torfastöðum, f. 7. janúar 1801, drukknaði 4. janúar 1833, og konu Guðmundar á Torfastöðim, Vigdísar húsfreyju, f. 19. nóvember 1800 á Lambalæk, d. 31. janúar 1868, Jónsdóttur.
Móðir Jóns í Suðurgarði og kona Guðmundar hreppstjóra á Voðmúlastöðum var Margrét húsfreyja eldri, f. 7. febrúar 1834, d. 5. ágúst 1874, Jónsdóttir bónda og hreppstjóra á Önundarstöðum í A-Landeyjum, f. 1798 á Kirkjulandi, skírður 9. júní þ.á., d. 6. október 1861 á Önundarstöðum, Þorsteinssonar, og konu Jóns (30. júní 1821) Guðrúnar húsfreyju, f. 12. mars 1795 á Efri-Úlfsstöðum í A-Landeyjum, d. 8. júlí 1876 í Rimakoti, Jónsdóttur.

Móðir Jóhanns í Suðurgarði og kona Jóns var Ingibjörg húsfreyja, f. 20. janúar 1866 í Hallgeirsey, d. 20. mars 1953 í Eyjum, Jónsdóttir bónda og formanns, hreppsnefndarmanns og oddvita í Hallgeirsey, f. 9. október 1835 á Syðri-Úfsstöðum, drukknaði með 14 skipverjum sínum, er bátur þeirra Bæringur fórst við Eyjar 25. mars 1893, Brandssonar bónda lengst á Syðri-Úlfsstöðum í A-Landeyjum, f. 1798 á Gaddstöðum á Rangárvöllum, d. 7. janúar 1865 á Syðri-Úlfsstöðum, Eiríkssonar, og konu Brands Eiríkssonar, Guðrúnar húsfreyju, f. 10. nóvember 1794 á Rauðnefsstöðum á Rangárvöllum, d. 23. október 1870 á Syðri-Úlfsstöðum, Jónsdóttur.
Móðir Ingibjargar í Suðurgarði og kona Jóns Brandssonar var Guðrún húsfreyja, f. 30. nóvember 1832 í Drangshlíð undir Eyjafjöllum, d. 1913, jarðsett 9. mars, Bergsdóttir vinnumanns í Drangshlið, f. 13. febrúar 1811, Daníelssonar og barnsmóður Bergs, Steinvarar, síðar húsfreyju í Dölum og Hallgeirsey, konu Jóns bónda Gíslasonar, fædd 1800, skírð 9. mars þ.á. í Strandarhjáleigu í V-Landeyjum, d. 21. september 1882 í Hallgeirsey.

Jóhann var með fjölskyldu sinni í æsku, var háseti á togurum og síðar stýrimaður.
Hann fluttist til Hafnarfjarðar og síðar í Garðabæ.

Kona Jóhanns, (5. ágúst 1934), var Ásta Guðbjörg Magnea Ásmundsdóttir húsfreyja, f. 27. nóvember 1903 í Breiðabólstaðarsókn í Rang., d. 1. júní 1984. Hún var dóttir Guðbjargar Erlendsdóttur frá Voðmúlastöðum, síðar húsfreyja í Norður-Dakota, systur
1. Kristínar Kristjánsdóttur á Sólheimum.
2. Guðleifar Kristjánsdóttur á Jaðri.
3. Erlendar Kristjánssonar á Landamótum.
4. Guðrúnar Kristjánsdóttur á Ekru.
5. Nóa Kristjanssonar á Sólheimum.

Barn þeirra var
1. Guðbjörg Jóhannsdóttir húsfreyja í Garðabæ, f. 26. mars 1935 í Hafnarfirði.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.