Guðríður Sigurðardóttir (Litlakoti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 4. mars 2014 kl. 15:16 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 4. mars 2014 kl. 15:16 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Guðríður Sigurðardóttir''' húsfreyja í Litlakoti fæddist 19. mars 1834 í Dalahjalli og lést 25. júlí 1890.<br> Foreldrar hennar voru [[Sigurður Sig...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðríður Sigurðardóttir húsfreyja í Litlakoti fæddist 19. mars 1834 í Dalahjalli og lést 25. júlí 1890.
Foreldrar hennar voru Sigurður Sigurðsson tómthúsmaður, sjómaður í Dalahjalli, f. um 1802 í Sigluvíkursókn í Rang., d. 29. maí 1866, og kona hans Kristín Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 1810 í Stokkseyrarsókn, d. 9. febrúar 1887.

Guðríður var með fjölskyldu sinni í Dalahjalli 1845 og 1850, var vinnukona í [[Godthaab] ] 1855.
Hún var 26 ára gift kona í Dalahjalli með Ólafi Diðriki Benediktssyni, en þau voru í heimili foreldra hennar 1860.
1870 var hún húsfreyja í Litlakoti með eiginmanninum Ólafi Einarssyni og þrem börnum þeirra.
1880 voru þau í Litlakoti með 5 börn sín og þar var Kristín móðir Guðríðar 70 ára.
Guðríður lést 1890.

Guðríður var tvígift.
I. Fyrri maður hennar, (30. ágúst 1860), var Ólafur Diðrik Benediktsson smiður, f. 6. ágúst 1837, d. 11. nóvember 1860 úr taugaveiki.
Barn þeirra var
1. Sigurður Ólafsson, f. 10. október 1860, d. 10. mars 1931.

II. Síðari maður Guðríðar var Ólafur Einarsson í Litlakoti, f. 7. október 1836, d. 6. apríl 1916.
Börn þeirra hér:
1. Ólafur Diðrik Ólafsson, f. 24. ágúst 1863, d. 31. ágúst 1863 úr ginklofa.
2. Andvana barn fætt 27. ágúst 1864.
3. Ólafur Diðrik Ólafsson sjómaður á Bjargi, f. 4. ágúst 1865, d. 9. apríl 1913, tvíburi.
4. Jóhanna Ólafsdóttir verkakona, f. 4. ágúst 1865, d. 29. október 1947, tvíburi.
5. Kristín Ólafsdóttir húsfreyja, f. 8. september 1868, d. 6. janúar 1944.
6. Ingimundur Ólafsson sjómaður á Seyðisfirði, f. 25. maí 1872, d. 10. september 1894.
7. Einar Ólafsson landverkamaður og sjómaður í Reykjavík (1910), f. 2. apríl 1875, d. 22. október 1942.


Heimildir