Kristín Guðmundsdóttir (Dalahjalli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Kristín Guðmundsdóttir húsfreyja í Dalahjalli fæddist 1810 í Stokkseyrarsókn og lést 9. febrúar 1887.
Móðir hennar var Arnfríður Gunnarsdóttir, síðar vinnukona í Brekkuhúsi og víðar í Eyjum, f. 1774, d. 6. júlí 1859.

Kristín var líklega sú, sem var niðursetningur á Barkarstöðum í Fljótshlíð 1816, fædd á Baugsstöðum í Stokkseyrarsókn. Hún var orðin húsfreyja í Dalahjalli 1831 og var það enn 1860, ekkja í Litlakoti hjá Guðríði dóttur sinni 1870 og 1880.
Kristín lést 1887.

Maður Kristínar, (29. nóvember 1831), var Sigurður Sigurðsson sjómaður í Dalahjalli, f. 1802, d. 29. maí 1866.
Börn þeirra hér:
1. Guðríður Sigurðardóttir, f. 9. september 1832, d. 14. september 1832 úr ginklofa.
2. Guðríður Sigurðardóttir húsfreyja í Litlakoti, f. 19. mars 1834, d. 25. júlí 1890.
3. Sigurður Sigurðsson, f. 24. ágúst 1835, d. 3. september 1835 úr ginklofa.
4. Guðrún Sigurðardóttir, f. 14. júní 1837, d. 25. júní 1837 úr ginklofa.
5. Sigríður Sigurðardóttir, f. 29. júlí 1838, d. 3. ágúst 1838 úr ginklofa.
6. Guðbjörg Sigurðardóttir, f. 8. október 1839, d. 14. október 1839 úr ginklofa.
7. Sigríður Sigurðardóttir vinnukona, f. 14 ágúst 1841, d. 22. mars 1876.
8. Bjarni Sigurðsson, f. 4. september 1846, d. 11. september úr ginklofa.
9. Andvana sveinbarn f. 11. október 1847.
10. Sigurður Sigurðsson, f. 30. nóvember 1849, d. 29. desember 1849, 29 daga gamall úr „Barnaveikleika.
11. Guðbjörg Sigurðardóttir húsfreyja, f. 11. október 1851, d. 9. október 1920.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.