Guðjóna Þórey Guðnadóttir

From Heimaslóð
Revision as of 12:09, 11 September 2019 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search
Guðjóna Þórey Guðnadóttir.

Guðjóna Þórey Guðnadóttir frá Faxastíg 31, húsfreyja, bankastarfsmaður fæddist 30. nóvember 1930 í Ártúni við Vesturveg 20 og lést 23. maí 2006 á Landspítalanum.
Foreldrar hennar voru Guðni Sigurþór Ólafsson frá Steinum u. Eyjafjöllum, verkamaður, f. 25. apríl 1899, d. 12. ágúst 1981, og kona hans Aðalheiður Ólafsdóttir frá Vestri-Torfastöðum í Fljótshlíð, húsfreyja, f. 5. nóvember 1901, d. 28. desember 1990.

Börn Aðalheiðar og Guðna voru:
1. Ellý Dagmar Guðnadóttir húsfreyja, f. 23. janúar 1926 í Haga, d. 27. apríl 2016 í Hlíð á Akureyri. Maður hennar var Gunnar Tryggvi Óskarsson múrarameistari á Akureyri, f. 13. mars 1925, d. 3. september 2007.
2. Guðjóna Þórey Guðnadóttir húsfreyja, bankastarfsmaður í Kópavogi, f. 30. nóvember 1930 í Ártúni, Vesturvegi 20, d. 23. maí 2006. Maður hennar var Þór Pálsson verkstjóri, bifreiðastjóri, f. 15. ágúst 1934, d. 4. janúar 2017.
3. Marta Júlía Guðnadóttir, húsfreyja, f. 30. nóvember 1930 í Ártúni, d. 18. október 2018. Síðari sambýlismaður hennar er Skúli Matthíasson, f. 6. nóvember 1934.

Guðjóna var með foreldrum sínum í æsku.
Hún varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1947 og síðar var hún við nám í Húsmæðraskólanum á Akureyri, vann við afgreiðslu, var starfsmaður Útvegsbanka Íslands og Sparisjóðs Kópavogs.
Þau Þór giftu sig 1956, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í fyrstu á Selfossi til 1962, en þá fluttust þau til Eyja, þar sem Þór var verkstjóri við Fiskimjölsverksmiðjuna.
Hjónin fluttu í Kópavog 1970 og bjuggu þar síðan.
Guðjóna lést 2006 og Þór 2017.

Maður Guðjónu Þóreyjar, (1956), var Guðfinnur Þór Pálsson verkamaður, bifreiðastjóri, matsveinn, f. 15. ágúst 1934, d. 4. janúar 2017.
Börn þeirra:
1. Atli Heiðar Þórsson viðskiptafræðingur, starfsmaður Hafnarfjarðarbæjar, f. 12. nóvember 1959 á Selfossi, d. 27. febrúar 2018.
2. Árni Þórsson, ættleiddur sonur þeirra, býr í Kanada, f. 15. janúar 1966. Kona hans var Dagbjört Fjóla Almarsdóttir. Síðari kona Lilja Guðmundsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.