Marta Júlía Guðnadóttir
Marta Júlía Guðnadóttir frá Faxastíg 31 skrifstofumaður fæddist 30. nóvember 1930 í Ártúni við Vesturveg 20 og lést 18. október 2018.
Foreldrar hennar voru Guðni Sigurþór Ólafsson frá Steinum u. Eyjafjöllum, verkamaður, f. 25. apríl 1899, d. 12. ágúst 1981, og kona hans Aðalheiður Ólafsdóttir frá Vestri-Torfastöðum í Fljótshlíð, húsfreyja, f. 5. nóvember 1901, d. 28. desember 1990.
Börn Aðalheiðar og Guðna voru:
1. Ellý Dagmar Guðnadóttir húsfreyja, f. 23. janúar 1926 í Haga við Heimagötu 20, d. 27. apríl 2016 í Hlíð á Akureyri. Maður hennar var Gunnar Tryggvi Óskarsson múrarameistari á Akureyri, f. 13. mars 1925, d. 3. september 2007.
2. Guðjóna Þórey Guðnadóttir húsfreyja, bankastarfsmaður í Kópavogi, f. 30. nóvember 1930 í Ártúni við Vesturveg 20, d. 23. maí 2006. Maður hennar Þór Pálsson verkstjóri, bifreiðastjóri, f. 15. ágúst 1934, d. 4. janúar 2017.
3. Marta Júlía Guðnadóttir, húsfreyja, f. 30. nóvember 1930 í Ártúni við Vesturveg 20, d. 18. október 2018. Sambýlismaður hennar er Skúli Matthíasson málarameistari, f. 6. nóvember 1934.
Marta var með foreldrum sínum í æsku, bjó hjá þeim í Ártún i og til fullorðinsára á Faxastíg 31.
Hún varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1947.
Marta vann skrifstofu- og verslunarstörf, m.a. í Eyjum og við Samvinnutryggingar í Reykjavík.
Hún bjó á Illugagötu 16 við Gos. Mæðgurnar Aðalheiður og Marta fluttu til Reykjavíkur, bjuggu í Bólstaðarhlíð 68.
Þau Skúli hófu sambúð um 1980.
Þau voru barnlaus.
Marta lést 2018.
I. Sambýlismaður Mörtu Júlíu er Skúli Matthíasson málarameistari í Reykjavík, f. 6. nóvember 1934. Foreldrar hans voru Matthías Matthíasson frá Holti í Reykjavík, málarameistari í Reykjavík, f. 8. ágúst 1904, d. 24. júlí 1973, og kona hans Sigríður Magnúsdóttir húsfreyja, f. 25. nóvember 1911, d. 22. nóvember 1999.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubækur.
- Skúli.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.