Guðjón Sigurbergsson

From Heimaslóð
Revision as of 19:25, 24 October 2022 by Viglundur (talk | contribs) (Verndaði „Guðjón Sigurbergsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search

Guðjón Sigurbergsson iðnrekstrarfræðingur, rennismiður, véliðnfræðingur fæddist 23. mars 1949 í Flatey á Breiðafirði.
Foreldrar hans voru Sigurberg Bogason húsasmiður, f. 18. desember 1918, d. 7. júlí 2010, og kona hans Kristín Guðjónsdóttir húsfreyja, fiskverkakona, f. 28. júlí 1918, d. 19. september 2019.

Börn Kristínar og Sigurbergs:
1. Erla Sigurbergsdóttir húsfreyja, hárgreiðslukona, f. 17. desember 1945 í Reykjavík. Maður hennar Haukur Már Haraldsson.
2. Margrét Sigurborg Sigurbergsdóttir húsfreyja, f. 24. júlí 1947 í Flatey. Fyrrum maður hennar Þráinn Alfreðsson. Maður hennar Þór Guðlaugur Vestmann Ólafsson.
3. Guðjón Sigurbergsson iðnrekstrarfræðingur, rennismiður, véliðnfræðingur, f. 23. mars 1949 í Flatey. Kona hans Dagmar Svala Runólfsdóttir, látin.

Guðjón var með foreldrum sínum , flutti með þeim frá Flatey til Eyja 1957, bjó með þeim í Viðey og síðar á Vesturvegi 25b.
Hann lauk skólaskyldunni í Gagnfræðaskólanum, lærði í Iðnskólanum í Eyjum og rennismíði í Vélsmiðjunni Þór. Meistari var Ólafur Ólafsson. Guðjón lærði iðnrekstarfræði í Tækniskólanum í Reykjavík 1987 og síðar véliðnfræði í Tæknisskólanum, sem þá var hluti af Háskólanum í Reykjavík.
Guðjón vann í Vélsmiðjunni Þór í 15 ár, vann um skeið hjá Skeljungi og Sól Víking og síðan í Álverinu í Straumsvík í 16 ár, 1990-2014.
Þau Dagmar Svala giftu sig 1970, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Vesturvegi 25b við Gos 1973, byggðu Búhamar 25 og bjuggu þar frá 1977.
Þau fluttu til Reykjavíkur 1987, bjuggu við Barðastaði 17, en síðast við Krosshamra.
I. Kona Guðjóns, (25. júlí 1970), var Dagmar Svala Runólfsdóttir Dagbjartssonar, húsfreyja, f. 25. júlí 1952, d. 17. apríl 2018.
Börn þeirra:
1. Rúnar Ingi Guðjónsson byggingafræðingur, deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg, f. 14. júní 1969. Kona hans María Guðmundsdóttir byggingafræðingur.
2. Hjalti Guðjónsson, f. 11. desember 1974, d. 31. mars 1996, ókv., barnlaus.
3. Ómar Guðjónsson vinnur við persónugervingar í kvikmyndagerð, f. 28. ágúst 1977. Kona hans Kelli Arenburg, f. í Halifax á Nova Scotia.


Heimildir

Morgunblaðið 30. apríl 2018. Minning Dagmarar.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.