Gísli Eyjólfsson (eldri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 9. ágúst 2013 kl. 17:59 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 9. ágúst 2013 kl. 17:59 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðra sem hafa borið nafnið „Gísli Eyjólfsson


Gísli

Gísli Eyjólfsson frá Búastöðum fæddist 17. apríl 1867 og lést 6. mars 1914. Foreldrar hans voru Eyjólfur Eiríksson bóndi og Jórunn Skúladóttir, hjón á Kirkjubæ.

Flutti til Vestmannaeyja 1869, með foreldrum sínum, sem settust að í Norðurbæ á Kirkjubæjum. Gísli varð bóndi á Eystri-Búastöðum, og áraskipaformaður. Annálaður fjallamaður, eins og bræður hans Guðjón á Kirkjubæ og Jóel á Sælundi.

Kona Gísla var Guðrún Magnúsdóttir, fædd 12.júlí 1865 í Berjanesi í V-Landeyjum, dáin á Búastöðum 24.sept. 1936. Þau giftust 14. maí 1894 og fengu þá byggingu fyrir jörðinni Eystri-Búastöðum. (Nyrðri-Búastöðum, eins og þau hétu áður en nýtt hús var byggt.)
Þau eignuðust fimm börn:

  • Lovísa, f.1895 d.1979 í Vestmannaeyjum, kona Bryngeirs Torfasonar
  • Eyjólfur f.1897 d.1995 í Reykjavík
  • Jórunn, f.1899, d.1916 í Reykjavík
  • Magnús, f.1904, d.1904
  • Margrét Magnúsína, f.1906, d.1906.


Úr fórum Árna Árnasonar símritara:
Bjargveiðimannatal.

Gísli var rúmlega meðalmaður á hæð, dökkhærður, vel þrekinn, snar og sterkur, eins og þeir bræður allir, einbeittur svipur og mannlegt andlit, máske lítið eitt hörkulegt, en línuhreint.
Fremur var Gísli daufgerður í lund gegnt almenningi, en gat verið í sínum félagsskap kátur vel og skemmtilegur viðræðu. Hann var um of hlédrægur og ómannblendinn og virkaði því daufur í daglegri framkomu. Hann var sérlega sögufróður maður.
Gísli var afbragðs fjallamaður og meðalgóður fuglaveiðimaður, kappsfullur og viljafastur, enda var hlutur hans af veiðum eftir því. Gísli var mest í Elliðaey til lunda, en fór þó um flestar úteyjar og síðast um Heimalandið til eggja og annarra fuglaveiða.
Harðduglegur maður, sem fátt eitt lét sér fyrir brjósti brenna í bjargferðum.
Gísli var bóndi, dugandi formaður, fengsæll og glöggur maður á mörgum sviðum.


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit

Myndir



Heimildir