Aðalheiður Lóa Borgþórsdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Aðalheiður Lóa Borgþórsdóttir menningarfulltrúi, ferðamálafræðingur, bæjarstjóri fæddist 1. júlí 1958 að Brimhólabraut 16.
Foreldrar hennar voru Borgþór Árnason frá Stóra-Hvammi, vélstjóri, f. þar 27. september 1932, d. 14. febrúar 2008, og kona hans Guðrún W. Andersen frá Kiðjabergi, húsfreyja, síðar gjaldkeri, bæjarfulltrúi á Seyðisfirði, f. 22. ágúst 1933, d. 15. desember 2008.

Aðalheiður Lóa Borgþórsdóttir.

Börn Guðrúnar og Borgþórs:
1. Ágúst Heiðar Borgþórsson vélstjóri í Reykjanesbæ, nú í Sandgerði, f. 3. apríl 1952 á Kiðjabergi. Fyrrum kona hans Þóra Margrét Friðriksdóttir. Kona hans Sigríður Hvanndal Hannesdóttir.
2. Hrafnhildur Borgþórsdóttir húsfreyja, verslunarmaður í Reykjavík, f. 23. júní 1953. Maður hennar Páll Jónsson, látinn.
3. Aðalheiður Lóa Borgþórsdóttir bæjarstjóri á Seyðisfirði, f. 1. júlí 1958 að Brimhólabraut 16. Maður hennar Sigfinnur Mikaelsson.
4. Guðrún Vilborg Borgþórsdóttir á Seyðisfirði, húsfreyja, sjúkraliði, stuðningsfulltrúi, f. 11. október 1961. Maður hennar Ólafur Mikaelsson.

Aðalheiður var með foreldrum sínum fyrstu ár sín, en þau skildu, er hún var fjögurra ára.
Hún var með móður sinni í Franska Spítalanum við Kirkjuveg 20, síðan með henni hjá foreldrum hennar að Heiðarvegi 55, en með móður sinni og Finnboga síðari manni hennar á Þorvaldseyri við Vestmannabraut 35.
Hún fluttist með þeim til Seyðisfjarðar 1971.
Aðalheiður nam við Tónlistarskólann á Seyðisfirði og síðan við Tónlistarskóla Sigursveins. Þá lærði hún ferðamálafræði við Háskólann á Hólum í Hjaltadal og lauk því námi 2006.
Aðalheiður var menningarfulltrúi á Seyðisfirði í 15 ár, síðan markaðsstjóri Seyðisfjarðarhafnar og ferðamálafulltrúi, starfaði einnig sjálfstætt að menningar- og ferðamálum.
Hún var stofnandi og framkvæmdastjóri listahátíðarinnar LungA á Seyðisfirði.
Aðalheiður Lóa hefur verið bæjarstjóri á Seyðisfirði frá árinu 2018.
Þau Sigfinnur giftu sig 1991, eignuðust þrjú börn.

I. Maður Aðalheiðar Lóu, (1. apríl 1991), er Sigfinnur Mikaelsson framkvæmdastjóri hjá Smyril-Line, nú verktaki, f. 3. desember 1957 á Seyðisfirði. Foreldrar hans Mikael Jónsson, f. 28. september 1934, og kona hans Lilja Guðrún Ólafsdóttir Waage, f. 2. september 1938.
Börn þeirra:
1. Björt Sigfinnsdóttir húsfreyja, viðburðastjóri, framkvæmdastjóri hjá Lýðháskólanum Lunga, f. 27. mars 1984. Maður hennar Sören Björnshave Taul, danskrar ættar.
2. Jón Sigfinnsson sjálfstætt starfandi við VFX Artist í Kaupmannahöfn, f. 1. júní 1988, ókvæntur.
3. Jafet Sigfinnsson starfsmaður Blue Water, f. 17. október 1990, býr í Reykjavík, ókvæntur.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.