Ólafur Karel Ingvarsson

From Heimaslóð
Revision as of 10:30, 31 March 2021 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search

Ólafur Karel Ingvarsson frá Minna-Hofi á Rangárvöllum, verslunarmaður, verkamaður fæddist þar 27. júní 1902 og lést 6. ágúst 1959.
Foreldrar hans voru Ingvar Ólafsson bóndi, f. 26. apríl 1868 á Voðmúlastöðum í Landeyjum, d. 16. apríl 1942, og kona hans Sigríður Steinsdóttir frá Minna-Hofi, húsfreyja, ljósmóðir, f. þar 29. desember 1872, d. 13. maí 1956.

Bræður Ólafs Karels í Eyjum voru:
1. Steinn Ingvarsson á Múla, bóndi, verkamaður, framfærslufulltrúi, ráðsmaður Sjúkrahússins, f. 23. október 1892 á Minna-Hofi, d. 1. mars 1983.
2. Guðmundur Ingvarsson í Sunnudal, verslunarmaður, f. 25. ágúst 1904, d. 10. maí 1986.

Ólafur Karel var með foreldrum sínum í æsku og með þeim 1924, en farinn til Eyja 1925.
Hann var afgreiðslumaður þar.
Þau Steinunn Jónína giftu sig í Eyjum 1925, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu í fyrstu á Gunnarshólma, en á Heimagötu 30 1930, eignuðust Erlu þar 1932.
Þau fluttu til Neskaupstaðar 1932, þar sem Ólafur var verkamaður 1935. Þau bjuggu þar á Sólvangi 1935, síðar á Hól. Þau fluttu að Hellu á Rangárvöllum 1944 og Ólafur var þar verslunarmaður.
Ólafur lést 1959. Steinunn bjó síðast á Hverfisgötu 35 í Reykjavík. Hún lést 1985.

I. Kona Ólafs, (1. október 1925), var Steinunn Jónína Guðmundsdóttir frá Vöðlavík í S.-Múl., húsfreyja, f. 14. janúar 1906 á Ýmastöðum þar, d. 14. apríl 1985 í Reykjavík.
Barn þeirra:
1. Erla Ólafsdóttir, síðar Stolzenwald, húsfreyja, saumastofurekandi, matráður, ráðskona f. 26. maí 1932, d. 16. mars 2021.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rangvellingabók. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.