Erla Ólafsdóttir Stolzenwald

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Erla Ólafsdóttir Stolzenwald.

Erla Ólafsdóttir Stolzenwald frá Heimagötu 30, húsfreyja, saumastofurekandi, matráður, ráðskona fæddist þar 26. maí 1932 og lést 16. mars 2021.

Foreldrar hennar voru Ólafur Karel Ingvarsson frá Minna-Hofi á Rangárvöllum, verslunarmaður, f. 27. júní 1902, d. 6. ágúst 1959, og kona hans Steinunn Jónína Guðmundsdóttir frá Norðfirði, húsfreyja, f. 14. janúar 1906 á Ýmastöðum í Vöðlavík, S-Múl., d. 14. apríl 1985.

Erla var með foreldrum sínum, flutti með þeim til Neskaupstaðar 1932 og að Hellu á Rangárvöllum 1944.
Erla vann á saumastofu hjá tengdaföður sínum Helmut, en síðar með Rudolf manni sínum á Saumastofu Suðurlands, sem þau stofnuðu. Seinna var hún matráðskona á ýmsum stöðum, m.a. í Grillskálanum á Hellu, í Dvalarheimilini Lundi, Sláturfélagi Suðurlands og var ráðskona hjá vinnuflokki í Þórsmörk nokkur ár.
Þau Rudolf giftu sig 1951, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í fyrstu í Bræðraborg á Hellu í eitt ár, þá í Dísukoti í Þykkvabæ. Þau fluttu að Hellu 1955 og byggðu að Leikskálum 2.
Rudolf lést 1987. Erla bjó að Nestúni 10 á Hellu og lést 2021.

I. Maður Erlu, (26. maí 1951), var Rudolf Stolzenwald klæðskerameistari, framkvæmdastjóri, f. 23. ágúst 1928 á Lundi við Vesturveg 12, d. 1. maí 1987.
Börn þeirra:
1. Sólveig Rudolfsdóttir Stolzenwald húsfreyja, ritari, f. 4. maí 1952 á Hellu. Maður hennar Hjörtur Guðjónsson.
2. Gústav Þór Rudolfsson Stolzenwald raftæknir, f. 22. mars 1955 í Dísukoti í Þykkvabæ. Kona hans Sigurlinn Sváfnisdóttir.
3. Ólafur Egill Rudolfsson Stolzenwald tónlistarmaður, prentsmiðjustjóri hjá Guðjóni Ó, f. 8. október 1961. Kona hans var Hulda Björk Garðarsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.