Ásthildur Sigurjónsdóttir (kennari)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Þórunn Ásthildur Sigurjónsdóttir frá Ofanleiti, húsfreyja, kennari fæddist þar 22. júlí 1938.
Foreldrar hennar voru sr. Sigurjón Þ. Árnason prestur að Ofanleiti, f. 3. mars 1897, d. 10. apríl 1979, og kona hans Þórunn Eyjólfsdóttir Kolbeins húsfreyja, f. 23. janúar 1903, d. 4. apríl 1969.

Þórunn Ásthildur Sigurjónsdóttir.

Börn Þórunnar og Sigurjóns:
1. Eyjólfur Kolbeins Sigurjónsson, f. 23. ágúst 1924, d. 14. ágúst 2001, löggiltur endurskoðandi í Reykjavík.
2. Árni Sigurjónsson, f. 27. september 1925, d. 1. október 2000, lögfræðingur, fulltrúi lögreglustjórans í Reykjavík.
3. Líney Sigurjónsdóttir, f. 7. maí 1928, húsfreyja, fatahönnuður, klæðskerameistari í Reykjavík, d. 2. janúar 2017.
4. Þórey Jóhanna Sigurjónsdóttir, f. 21. maí 1930, sérfræðingur í barnalækningum í Reykjavík.
5. Hannes Páll Sigurjónsson, f. 5. ágúst 1931, byggingaverkfræðingur, einn af stofnendum og framkvæmdastjóri ÍSTAKS h.f.
6. Þórunn Ásthildur Sigurjónsdóttir, f. 22. júlí 1938, kennari í Reykjavík.
7. Snjólaug Anna Sigurjónsdóttir, f. 23. marz 1942, kennari í Reykjavík.

Ásthildur var með foreldrum sínum og flutti með þeim til Reykjavíkur 1945.
Hún lauk landsprófi í Gagnfræðaskóla Austurbæjar 1955 og kennaraprófi 1960 og nam við Kennaraháskólann í Kaupmannahöfn 1965-1966.
Ásthildur var skrifstofukona í Reykjavík, stundaði afgreiðslustörf og fóstrustörf á sumrin.
Hún var kennari við Vogaskóla í Reykjavík 1961-1967, Álftamýarskóla þar 1967-1975, síðan kennari í Ísaksskóla í Reykjavík í 20 ár.
Þau Bjarki giftu sig 1968, eignuðust eitt barn og Ásthildur var stjúpmóðir barna Bjarka af fyrra hjónabandi hans.
Bjarki lést 2013.

I. Maður Þórunnar Ásthildar, (30. nóvember 1968), var Bjarki Elíasson sjómaður, skipstjóri, aðalvarðstjóri, yfirlögreglustjóri, skólastjóri Lögregluskóla ríkisins, f. 15. maí 1923 á Dalvík, d. 21. janúar 2013. Foreldrar hans voru Elías Halldórsson frá Þinghól í Eyjafirði, trésmíðameistari, vélstjóri, úr- og gullsmiður á Dalvík, f. 30. apríl 1886, d. 29. janúar 1964, og kona hans Friðrika Jónsdóttir frá Hóli í Svarfaðardal, húsfreyja, f. 23. júní 1898, d. 14. september 1993.
Barn þeirra:
1. Þórunn María Bjarkadóttir lögfræðingur, f. 3. september 1974. Sambúðarmaður hennar Róbert Sveinn Róbertsson.
Börn Bjarka frá fyrri hjónabandi hans:
2. Ólafía Björk Bjarkadóttir fangavörður, verkefnastjóri, f. 11. apríl 1950. Maður hennar Kristján Friðriksson.
3. Stefán Elías Bjarkason kennari, framkvæmdastjóri, f. 4. apríl 1952. Barnsmóðir Kolbrún Lilja Antonsdóttir. Kona hans Þorbjörg Garðarsdóttir.
4. Sveinbjörn Bjarkason auglýsingagerðarmaður, f. 27. október 1954, d. 8. nóvember 2007. Fyrrum kona hans Kristjana Þráinsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Morgunblaðið febrúar 2013. Minning Bjarka.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.