Árveig Kristinsdóttir (Grund)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 5. febrúar 2023 kl. 15:11 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 5. febrúar 2023 kl. 15:11 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Viglundur færði Jóhanna Árveig Kristinsdóttir á Árveig Kristinsdóttir (Grund))
Fara í flakk Fara í leit

Jóhanna Árveig Kristinsdóttir frá Grund við Kirkjuveg 31, húsfreyja fæddist þar 14. desember 1929 og lést 8. júlí 2002 í Reykholti í Biskupstungum.
Foreldrar hennar voru Kristinn Bjarnason frá Neðri-Sýruparti á Akranesi, hagyrðingur, bóndi, bifreiðastjóri í Eyjum, bóndi í í Borgarholti í Biskupstungum, f. 19. mars 1892, d. 12. júlí 1968, og kona hans Guðfinna Ástdís Árnadóttir húsfreyja, f. 19. nóvember 1903, d. 5. október 1990.

Börn Guðfinnu og Kristins:
1. Jóhanna Árveig Kristinsdóttir húsfreyja í Borgarholti í Biskupstungum, síðar á Akureyri, f. 14. desember 1929 á Grund, d. 8. júlí 2002. Maður hennar var Jón Óli Þorláksson, f. 15. maí 1924, d. 2. febrúar 1982.
2. Bergþóra Gunnbjört Kristinsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 17. febrúar 1933, d. 22. maí 2012, var gift Benedikt Bjarna Kristjánssyni, f. 26. september 1935.
3. Hrafnhildur Kristinsdóttir húsfreyja, fulltrúi í Garðabæ, f. 22. mars 1935 í Hjarðarholti. Maður hennar er Sigurður Axelsson, f. 29. júlí 1932.
4. Guðlaug Ásrún Kristinsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 11. júlí 1936 í Eyjum, d. 15. júní 1998. Hún var gift Rósant Hjörleifssyni, f. 21. ágúst 1933.

Árveig fluttist að Borgarholti í Biskupstungum árið 1940, hóf þar búskap með Kristni 1950. Þau fluttu að Jódísarstöðum í Eyjafirði 1961 og til Akureyrar árið 1963 og bjuggu þar síðan.
Árveig vann árum saman á dvalarheimilinu í Skjaldarvík og í Hlíð á Akureyri. Auk þess starfaði hún við félagsþjónustu og heimilishjálp auk ýmissa annarra starfa hjá Akureyrarbæ.
Þau Jón Óli giftu sig, eignuðust fimm börn.
Jón Óli lést 1982.
Árveig hélt heimili í Hrafnagilsstrætinu á Akureyri í rúm 20 ár.
Hún lést 2002.

I. Maður Árveigar var Jón Óli Þorláksson járnsmiður, flugmaður, bóndi, f. 15. maí 1924, d. 2. febrúar 1982. Foreldrar hans voru Þorlákur Jónsson bæjarfógetafulltrúi á Akureyri, fulltrúi í Fjármálaráðuneytinu, f. 1. september 1900, d. 26. janúar 1975, og Axelína María Jónsdóttir húsfreyja, veitingakona, f. 23. október 1891, d. 21. ágúst 1972.
Börn þeirra:
1. Ólöf Jónsdóttir húsfreyja á Reykhólum, f. 22. október 1948. Maður hennar Gísli Karlsson.
2. Hjálmar Jónsson prestur, alþingismaður, f. 17. apríl 1950 í Borgarholti. Kona hans Signý Bjarnadóttir.
3. Ari Axel Jónsson vörubílstjóri á Akureyri, f. 19. apríl 1951. Kona hans Hólmfríður Þorleifsdóttir.
4. Guðfinna Ásta Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur í Keflavík, f. 14. júní 1954. Maður hennar Ólafur R. Sigmundsson.
5. Erla Hrönn Jónsdóttir uppeldisfræðingur í Noregi, f. 23. janúar 1958. Maður hennar Öivind Kaasa.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.