Árveig Kristinsdóttir (Grund)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Jóhanna Árveig Kristinsdóttir frá Grund við Kirkjuveg 31, húsfreyja fæddist þar 14. desember 1929 og lést 8. júlí 2002 í Reykholti í Biskupstungum.
Foreldrar hennar voru Kristinn Bjarnason frá Neðri-Sýruparti á Akranesi, hagyrðingur, bóndi, bifreiðastjóri í Eyjum, bóndi í í Borgarholti í Biskupstungum, f. 19. mars 1892, d. 12. júlí 1968, og kona hans Guðfinna Ástdís Árnadóttir húsfreyja, f. 19. nóvember 1903, d. 5. október 1990.

Börn Guðfinnu og Kristins:
1. Jóhanna Árveig Kristinsdóttir húsfreyja í Borgarholti í Biskupstungum, síðar á Akureyri, f. 14. desember 1929 á Grund, d. 8. júlí 2002. Maður hennar var Jón Óli Þorláksson, f. 15. maí 1924, d. 2. febrúar 1982.
2. Bergþóra Gunnbjört Kristinsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 17. febrúar 1933, d. 22. maí 2012, var gift Benedikt Bjarna Kristjánssyni, f. 26. september 1935.
3. Hrafnhildur Kristinsdóttir húsfreyja, fulltrúi í Garðabæ, f. 22. mars 1935 í Hjarðarholti. Maður hennar er Sigurður Axelsson, f. 29. júlí 1932.
4. Guðlaug Ásrún Kristinsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 11. júlí 1936 í Eyjum, d. 15. júní 1998. Hún var gift Rósant Hjörleifssyni, f. 21. ágúst 1933.

Árveig fluttist að Borgarholti í Biskupstungum árið 1940, hóf þar búskap með Kristni 1950. Þau fluttu að Jódísarstöðum í Eyjafirði 1961 og til Akureyrar árið 1963 og bjuggu þar síðan.
Árveig vann árum saman á dvalarheimilinu í Skjaldarvík og í Hlíð á Akureyri. Auk þess starfaði hún við félagsþjónustu og heimilishjálp auk ýmissa annarra starfa hjá Akureyrarbæ.
Þau Jón Óli giftu sig, eignuðust fimm börn.
Jón Óli lést 1982.
Árveig hélt heimili í Hrafnagilsstrætinu á Akureyri í rúm 20 ár.
Hún lést 2002.

I. Maður Árveigar var Jón Óli Þorláksson járnsmiður, flugmaður, bóndi, verslunarmaður, f. 15. maí 1924, d. 2. febrúar 1982. Foreldrar hans voru Þorlákur Jónsson bæjarfógetafulltrúi á Akureyri, fulltrúi í Fjármálaráðuneytinu, f. 1. september 1900, d. 26. janúar 1975, og Axelína María Jónsdóttir húsfreyja, veitingakona, f. 23. október 1891, d. 21. ágúst 1972.
Börn þeirra:
1. Ólöf Jónsdóttir húsfreyja á Reykhólum, f. 22. október 1948. Maður hennar Gísli Karlsson.
2. Hjálmar Jónsson prestur, alþingismaður, f. 17. apríl 1950 í Borgarholti. Kona hans Signý Bjarnadóttir.
3. Ari Axel Jónsson vörubílstjóri á Akureyri, f. 19. apríl 1951. Kona hans Hólmfríður Þorleifsdóttir.
4. Guðfinna Ásta Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur í Keflavík, f. 14. júní 1954. Maður hennar Ólafur R. Sigmundsson.
5. Erla Hrönn Jónsdóttir uppeldisfræðingur í Noregi, f. 23. janúar 1958. Maður hennar Öivind Kaasa.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.