Árni Ingimundarson (Brekku)

From Heimaslóð
Revision as of 15:25, 12 November 2018 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search

Árni Ingimundarson, Brekku, fæddist árið 1877 og lést 1. apríl 1908. Hann kom til Vestmannaeyja um aldamótin 1900 og tók við formennsku á Ástríði en sá bátur fórst með allri áhöfn 1. apríl 1908.


Heimildir

  • Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.

Frekari umfjöllun

Árni Ingimundarson frá Miðey í A-Landeyjum, útgerðarmaður, skipstjóri á Brekku fæddist 6. janúar 1877 og fórst 1. apríl 1908.
Foreldrar hans voru Ingimundur Ingimundarson bóndi, f. 23. janúar 1842 í Miðey, d. 17. ágúst 1894, og kona hans Þuríður Árnadóttir húsfreyja, síðar á Skjaldbreið, f. 23. mars 1845, d. 11. nóvember 1930.

Börn Ingimundar og Þuríðar í Eyjum:
1. Helgi Backmann Ingimundarson skipstjóri, f. 25. september 1870, d. 27. nóvember 1952.
2. Ingiríður Ingimundardóttir húsfreyja, f. 15. ágúst 1873, d. 17. apríl 1959.
3. Árni Ingimundarson skipstjóri, f. 6. janúar 1877, d. 1. apríl 1908.
4. Sigurður Ingimundarson útgerðarmaður, skipstjóri, f. 22. maí 1878, d. 5. apríl 1962.
5. María Ingimundardóttir, síðar húsfreyja á Miðnesi, Gull., f. 26. mars 1882, d. 3. apríl 1935.

Árni var með foreldrum sínum í Miðey 1880. Þau brugðu búi 1885.
Hann var vinnumaður á Vilborgarstöðum 1895, í Klöpp 1901, var vinnumaður í Langa-Hvammi við fæðingu Guðrúnar Ágústu 1904, lausamaður á Brekku með móður sinni og Sigurði bróður sínum 1906 og 1907.
Árni var einn af eigendum og skipstjóri á Ástríði VE 107, er hún fórst með allri áhöfn 1. apríl 1908.

I. Barnsmóðir Árna var Una Jónsdóttir frá Lágafelli í A-Landeyjum, lausakona í Vegg 1901, í Nýjabæ 1903, d. 17. febrúar 1903 eftir barneign.
Barn þeirra:
1. Andvana drengur, f. 17. febrúar 1903 í Nýjabæ.

II. Barnsmóðir Árna var Elsa Dóróthea Tómasdóttir, síðar húsfreyja í Höfðahúsi, f. 15. september 1877, d. 8. október 1927.
Barn þeirra var
2. Ágústa Guðrún Árnadóttir, f. 15. júní 1904 í Langa-Hvammi, síðast í Reykjavík, d. 2. maí 1991.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.