María Ingimundardóttir (Skjaldbreið)
María Ingimundardóttir frá Miðey í A-Landeyjum, vinnukona á Skjaldbreið, húsfreyja í Sandgerði fæddist 26. mars 1882 og lést 3. apríl 1935.
Foreldrar hennar voru Ingimundur Ingimundarson bóndi, f. 23. janúar 1842 í Miðey, d. 17. ágúst 1894, og kona hans Þuríður Árnadóttir húsfreyja, síðar á Skjaldbreið, f. 23. mars 1845, d. 11. nóvember 1930.
Börn Ingimundar og Þuríðar í Eyjum:
1. Helgi Backmann Ingimundarson skipstjóri, f. 25. september 1870, d. 27. nóvember 1952.
2. Ingiríður Ingimundardóttir húsfreyja, f. 15. ágúst 1873, d. 17. apríl 1959.
3. Árni Ingimundarson skipstjóri, f. 6. janúar 1877, d. 1. apríl 1908.
4. Sigurður Ingimundarson útgerðarmaður, skipstjóri, f. 22. maí 1878, d. 5. apríl 1962.
5. María Ingimundardóttir, síðar húsfreyja á Miðnesi, Gull., f. 26. mars 1882, d. 3. apríl 1935.
María var 8 ára niðursetningur á Ljótarstöðum í A-Landeyjum 1890, vinnukona þar 1901.
Hún fluttist frá Ljótarstöðum til Eyja 1908, var vinnukona á Skjaldbreið 1909, leigjandi þar 1910, eignaðist Markús Ármann þar 1910.
Hún fluttist til Sandgerðis 1913, bjó í fyrstu í verbúðinni Loftshús þar, var í Sandgerðisvík 1920, komin að býlinu Endagerði 1928 og bjó þar síðan, eignaðist þrjú börn.
María lést 1935 og Guðjón 1944.
Maður Maríu var Guðjón Jónsson frá Sjávarhólma á Kjalarnesi, bóndi, bátsformaður, f. 4. október 1873, d. 11. mars 1944.
Börn þeirra:
1. Markús Ármann Guðjónsson stýrimaður, f. 9. september 1910 á Skjaldbreið, d. 10. mars 2013.
2. Kristinn Guðjónsson skipstjóri, f. 9. nóvember 1915, d. 14. desember 2004.
3. Guðjón Guðjónsson, f. 15. mars 1921, d. 6. júní 2006.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.