Bjarni Jóhannes Jónsson (Steinmóðshúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 15. október 2014 kl. 20:37 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 15. október 2014 kl. 20:37 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Bjarni Jóhannes Jónsson''' (líka nefndur Bjarni Jóhann og Jóhannes Bjarni) tómthúsmaður í Vík í Mýrdal fæddist 22. júlí 1869 í Steinmóðshúsi og lést 10. ja...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Bjarni Jóhannes Jónsson (líka nefndur Bjarni Jóhann og Jóhannes Bjarni) tómthúsmaður í Vík í Mýrdal fæddist 22. júlí 1869 í Steinmóðshúsi og lést 10. janúar 1960.
Foreldrar hans voru Jón Hannesson húsmaður í Steinmóðshúsi, f. 1828, d. 1895, og Sigríður Steinmóðsdóttir, síðar húsfreyja, f. 20. desember 1842, d. 12. febrúar 1924.

Bjarni Jóhannes var með foreldrum sínum í Steinmóðshúsi í frumbernsku.
Hann fluttist með þeim undir Eyjafjöll 1870, var niðursetningur í Efri-Rotum þar 1870, í Varmahlíð þar 1880, en móðir hans var þar vinnukona, léttadrengur í Varmahlíð 1890. Hann fluttist að Haugnum í Mýrdal 1899, var ókvænt hjú 1901-1902 á Bólstað í Mýrdal hjá Jóni Gunnsteinssyni og Þorgerði Hjálmarsdóttur, í Gröf í Skaftártungu frá 1902, í Þykkvabæ í Landbroti 1907-1908, í Presthúsum í Mýrdal 1908-1910, á Felli þar 1910-1913.
Bjarni Jóhannes var tómthúsmaður í Vík í Mýrdal 1913 til dd.
Hann lést 1960.

Kona Bjarna Jóhannesar, (9. nóvember 1907), var Sigurveig Vigfúsdóttir húsfreyja, f. 29. september 1862, d. 24. september 1946.
Þau voru barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.