Jón Hannesson (Steinmóðshúsi)
Jón Hannesson húsmaður í Steinmóðshúsi, vinnumaður, sjómaður frá Vallnatúni u. Eyjafjöllum, fæddist 1829 og lést 11. apríl 1890.
Foreldrar hans voru Hannes Jónsson bóndi í Vallnatúni og Efstakoti u. Eyjafjöllum, f. 1797 á Brekkum í Mýrdal, og kona hans Hildur Eiríksdóttir húsfreyja, f. 1793 í Steinum u. Eyjafjöllum.
Jón var með foreldrum sínum í æsku, var með þeim í Vallnatúni 1845 og 1850.
Hann var vinnumaður í Núpakoti u. Eyjafjöllum 1855, í Syðra-Hrútafellskoti 1860.
Þau Sigríður eignuðust þrjú börn.
Jón fluttist undan Eyjafjöllum að Litlabæ 1866, vinnumaður þar á því ári, í Norðurgarði 1867 og húsmaður í Steinmóðshúsi 1868.
Jón kvæntist Sigríði 1868. Þá höfðu þau eignast Elínu Jóhönnu, sem þau misstu rúmlega tveggja mánaða gamla.
Bjarna Jóhannes eignuðust þau 1869.
Þau fluttust með Bjarna Jóhannes undir Eyjafjöll 1870, voru þar vinnufólk í Ysta-Skála á því ári.
Þau Sigríður fluttust til Suðurnesja á áttunda áratug aldarinnar og bjuggu um skeið í Keflavík. Jónína Sigríður fæddist syðra 1873 og Sigríður fluttist með hana austur undir Fjöll 1875.
Jón var kvæntur vinnumaður í Steinum 1880, en þá var Sigríður vinnukona í Varmahlíð. Hann var vinnumaður í Varmahlíð 1881, þegar Guðfríður fæddist, en hún mun hafa dáið ung. Hann var á Rauðafelli með Sigríði konu sinni og Jónínu Sigríði 1882, á Hellum með þeim 1883.
Þau Sigríður skildu samvistir.
Jón fór til sjóróðra í Stórhólma í Leiru á Suðurnesjum og lést þar 11 apríl 1890, grafinn við Útskálakirkju.
I. Barnsmóðir Jóns var Sigríður Gunnsteinsdóttir frá Jórvík í Álftaveri, V-Skaft., vinnukona u. Eyjafjöllum, f. 1829 í Jórvík, d. 27. ágúst 1869 í Útskálasókn á Reykjanesi.
Börn þeirra:
1. Ragnhildur Jónsdóttir húsfreyja í Kerlingardal og Hellum í Mýrdal, f. 30. janúar 1854 u. Eyjafjöllum, d. 4. desember 1938. Fyrri maður hennar Þórður Jónsson. Síðari maður Magnús Ólafsson.
2. Guðrún Jónsdóttir húsfreyja í Hliðsnesi á Álftanesi, Gull., f. 9. apríl 1855 u. Eyjafjöllum, d. 2. apríl 1908. Sambúðarmaður hennar Helgi Hinriksson.
3. Benjamín Jónsson, f. 1860 u. Eyjafjöllum, d. 22. ágúst 1860.
II. Kona Jóns, (6. nóvember 1868, skildu samvistir), var Sigríður Steinmóðsdóttir húsfreyja frá Steinmóðshúsi f. 20. desember 1842, d. 12. febrúar 1924.
Börn þeirra hér:
4. Elín Jóhanna Jónsdóttir, f. 8. febrúar 1868, d. 24. apríl 1868, „dó af kýli“.
5. Bjarni Jóhannes Jónsson, f. 22. júlí 1869, d. 10. janúar 1960. Kona hans Sigurveig Vigfúsdóttir.
6. Jónína Sigríður Jónsdóttir húsfreyja í Keflavík og Reykjavík, f. 28. apríl 1878, d. 16. nóvember 1918.
7. Guðfríður Jónsdóttir, f. 29. júlí 1881, líklega dáið ung.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Magnús Haraldsson.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.