Bjarni Jóhannes Jónsson (Steinmóðshúsi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Bjarni Jóhannes Jónsson (líka nefndur Bjarni Jóhann og Jóhannes Bjarni) tómthúsmaður í Vík í Mýrdal fæddist 22. júlí 1869 í Steinmóðshúsi og lést 10. janúar 1960.
Foreldrar hans voru Jón Hannesson húsmaður í Steinmóðshúsi, f. 1828, d. 1895, og Sigríður Steinmóðsdóttir, síðar húsfreyja, f. 20. desember 1842, d. 12. febrúar 1924.

Bjarni Jóhannes var með foreldrum sínum í Steinmóðshúsi í frumbernsku.
Hann fluttist með þeim undir Eyjafjöll 1870, var niðursetningur í Efri-Rotum þar 1870, í Varmahlíð þar 1880, en móðir hans var þar vinnukona, léttadrengur í Varmahlíð 1890. Hann fluttist að Haugnum í Mýrdal 1899, var ókvænt hjú 1901-1902 á Bólstað í Mýrdal hjá Jóni Gunnsteinssyni og Þorgerði Hjálmarsdóttur, í Gröf í Skaftártungu frá 1902, í Þykkvabæ í Landbroti 1907-1908, í Presthúsum í Mýrdal 1908-1910, á Felli þar 1910-1913.
Bjarni Jóhannes var tómthúsmaður í Vík í Mýrdal 1913 til dd.
Hann lést 1960.

Kona Bjarna Jóhannesar, (9. nóvember 1907), var Sigurveig Vigfúsdóttir húsfreyja, f. 29. september 1862, d. 24. september 1946.
Bjarni Jóhannes og Sigurveig voru barnlaus, en fóstruðu um skeið sonarbarn Sigurveigar Jón Einar Konráðsson frá Götu.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.