Helgi Jónsson (Draumbæ)
Helgi Jónsson bóndi í Draumbæ fæddist 8. september 1806 á Núpi í Fljótshlíð og lést 3. september 1885.
Foreldrar hans voru Jón Jónsson bóndi í Bollakoti þar, f. 1770 í Réttarhúsi þar, og kona hans Helga Jónsdóttir húsfreyja frá Kaldárholti í Holtahreppi, f. 1769 þar, d. 31. júlí 1843.
Helgi var i Gommorru 1833, 27 ára í Krókhúsi 1835 með Ragnhildi 34 ára og barnið Bjarna Helgason 4 ára.
Þau voru í Hjalli 1837, í Tómthúsi 1838, á Búastöðum 1840 með Bjarna 9 ára og Sigurð eins árs. Hjá þeim var móðir Helga, Helga Jónsdóttir 72 ára.
Við skráningu 1845 voru þau komin að Draumbæ með börnin Bjarna 15 ára og Sigurð 6 ára.
Breyting var orðin 1850. Þau hjón voru enn í Draumbæ, en börn þeirra ekki. Komin voru tökubörnin Signý Níelsdóttir 14 ára og Þorleifur Þorleifsson 4 ára. Bæði börnin voru fædd í A-Landeyjum.
Helgi missti konu sína 1850.
Við manntal 1855 var hann ekkill, lausamaður, sjómaður í Einarshúsi, en þar var Guðrún Sigurðardóttir 22 ára ógift bústýra og Einar Jónsson 42 ára sjómaður.
1860 var Helgi 54 ára kvæntur húsbóndi á Miðhúsum með Guðrúnu Sigurðardóttur konu sinni 28 ára og barni hennar Guðmundi Einarssyni 5 ára.
Við skráningu 1870 var Helgi 65 ára sjávarbóndi á Miðhúsum með Guðrúnu konu sinni, barni þeirra Margréti 9 ára og syni Guðrúnar, Guðmundi Einarssyni 14 ára. Hjá þeim var 71 árs gömul kona niðursetningur, Ragnheiður Valtýsdóttir (Ófeigssonar) frá Neðri-Dal u. Eyjafjöllum.
1880 var Helgi 75 ára skilinn lausamaður á Vilborgarstöðum og þar var Guðrún 45 ára skilin vinnukona á einum bænum þar. Hún fór til Vesturheims 1881.
Helgi lést 1885.
Helgi var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans var Ragnhildur Jónsdóttir húsfreyja, f. 1800, d. 1. október 1850.
Börn þeirra hér:
1. Bjarni Helgason, f. 1831, fermdur 1844, hjá foreldrum sínum í Draumbæ 1845, en finnst ekki síðan.
2. Jón Helgason, f. 23. mars 1833 í Gomorra, d. 27. mars 1833 úr „Barnaveiki“.
3. Vigfús Helgason, f. 25. febrúar 1835, d. 3. mars 1835 úr „Barnaveiki“.
4. Andvana stúlka, f. 21. júlí 1837.
5. Helgi Helgason, f. 13. nóvember 1838, d. 20. nóvember 1838 úr ginklofa.
II. Barnsmóðir Helga var Helga Þórðardóttir vinnukona í Stakkagerði.
Barnið var
6. Sigurður Helgason, f.14. september 1840, hrapaði til bana úr Hamrinum 6. júlí 1847.
III. Barnsmóðir Helga að tveim börnum var Sigríður Guðmundsdóttir húsfreyja í Hólmahjáleigu í A-Landeyjum 1838-1847, f. 26. desember 1813. Hún fluttist til Eyja 1847, var fyrst vinnukona í Brekkuhúsi, en síðan bústýra í Draumbæ hjá Helga. Hún drukknaði milli Lands og Eyja 29. september 1855.
Börnin voru:
7. Gróa Helgadóttir vinnukona í Sjólyst 1880, f. 3. nóvember 1851. Hún fór til Seyðisfjarðar 1884, eignaðist barn á Galtastöðum fremri í Hróarstungu á Héraði 16. nóvember 1889. Faðir barnsins var Jónas Jónasson.
Barnið var
Jón Júlíus Jónasson, f. 16. nóvember 1889.
Gróa fór til Vesturheims 1889 með barnið og stefndi á Winnipeg.
8. Margrét Helgadóttir, f. 19. febrúar 1853, d. 1. maí s. ár „af barnaveiki“.
IV. Síðari kona Helga, (5. júní 1856, skildu), var Guðrún Sigurðardóttir húsfreyja, f. 6. apríl 1834, d. 31. ágúst 1897. Hún fór til Vesturheims 1881.
Barn þeirra hér:
9. Margrét Helgadóttir, f. 24. september 1861, d. 9. september 1945. Fór til Vesturheims 22 ára 1888 frá Sjólyst. Nefndist Mrs. John Slater Bunting.
.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.