Jón Sverrisson (Túni)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 13. nóvember 2013 kl. 17:49 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 13. nóvember 2013 kl. 17:49 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Jón Sverrisson húsmaður í Túni fæddist 19. júní 1833 í Heiðarseli á Síðu og lést 10. maí 1859 í Túni.
Foreldrar hans voru Sverrir Guðmundsson bóndi á Heiði á Síðu 1835, síðar vinnumaður á Vilborgarstöðum, f. 17. nóvember 1808, d. 23. mars 1848, og kona hans Guðríður Guðnadóttir húsfreyja, f. 1799, d. fyrir manntal 1845.

Jón var hjá foreldrum sínum í Heiðarseli til ársins 1835, var tökubarn í Holti á Síðu 1835-1836, var aftur hjá foreldrum sínum 1836-1838, fór þá með þeim til Suðurnesja.
Hann var síðan í fóstri á Vilborgarstöðum 1845, en þar var faðir hans ekkill og vinnumaður.
Síðan var hann vinnumaður í Nýjabæ 1850, og í Frydendal 1855.
Jón var síðan húsmaður í Túni og þar lést hann 1859.

Kona Jóns Sverrissonar, (19. júní 1856), var Margrét Jónsdóttir húsfreyja frá Gjábakka, f. 6. apríl 1825, d. 25. desember 1865.
Börn Jóns og Margrétar hér:
1. Margrét Jónsdóttir, f. 16. desember 1854, d. 24. desember 1854.
2. Einar Jónsson, f. 11. febrúar 1856, á lífi 1863.
3. Sverrir Jónsson, f. 6. nóvember 1857.


Heimildir