Guðríður Guðnadóttir (Tómthúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðríður Guðnadóttir húsfreyja í Tómthúsi fæddist 9. mars 1799, „egta frá Velli‟ í Breiðabólstaðarsókn, og lést 12. júlí 1864 á Löndum.
Foreldrar hennar voru Guðni Eyjólfsson á Velli í Hvolhreppi, f. 1766 og kona hans, (2. apríl 1796), Elís Guðnadóttir, f. 1761, d. 31. mars 1820.

Guðríður var tveggja ára í Háakoti í Fljótshlíð 1801 án frekari skilgreiningar en að hún væri frá Velli.
Hún var léttastúlka í Stóra-Dal í Mýrdal 1816, sögð fædd á Bakka í Landeyjum. (Hún er ein með þessu nafni og á þessu aldursskeiði á mt. 1801 og 1816).
Guðríður var vinnukona í Heiðarseli á Síðu 1830-1832, húsfreyja þar 1832-1838. Þá fluttust þau Sverrir á Suðurnes og voru tómthúsfólk í Tjarnarkoti í Hvalsnessókn í janúar 1840 við fæðingu Sigríðar, í Götu í Hvalsnessókn síðar á árinu 1840, en komu til Eyja 1842.
Hún var gift vinnukona, 47 ára, í Álfhólshjáleigu í Sigluvíkursókn 1845, fædd í Breiðabólstaðarsókn, - kom til Eyja úr Landeyjum 1848, - 51 árs ekkja á Kirkjubæ 1850, fædd í Reynissókn í Mýrdal, - 56 ára ekkja, húskona í Steinmóðshúsi 1855, fædd í Stórólfshvolssókn, - 61 árs ekkja, „ekkert víst bjargræði‟, í tómthúsi á Kirkjubæ 1860, fædd í Stórólfshvolssókn, - látin 12. júlí 1864.

Maður Guðríðar, (11. október 1832), var Sverrir Guðmundsson bóndi í Heiðarseli á Síðu, vinnumaður á Vilborgarstöðum 1845, f. 17. nóvember 1808, d. 23. mars 1848, sagður ekkjumaður 1845, en andláts konunnar finnst ekki getið í prestþjónustubókum í Eyjum á árunum 1842-1845.
Börn þeirra hér:
1. Valgerður Sverrisdóttir, f. 8. mars 1831. Hún var vinnukona í Dölum 1870, d. 14. september 1887 á Keldunúpi á Síðu.
2. Guðrún Sverrisdóttir, f. 1831, (mt 1840).
3. Margrét Sverrisdóttir, f. 6. maí 1832 í Heiðarseli. Hún var tökubarn í Hólmfríðarhjalli 1845, var í Nýja-Kastala 1855, á Miðhúsum 1860, en 38 ára ógift vinnukona á Breiðabólstað í Fljótshlíð 1870.
4. Jón Sverrisson, f. 19. júní 1833, d. 10. maí 1859. Hann var bóndi í Túni.
5. Elis (líka Elísa) Sverrisdóttir, f. 17. maí 1834 í Heiðarseli. Var í V- og A-Skaft.
6. Þuríður Sverrisdóttir, f. 29. maí 1835, d. 28. október 1839.
7. Sverrir Sverrisson, f. 1. febrúar 1837, d. 13. mars 1837.
8. Einar Sverrisson, f. 1. febrúar 1837, d. 21. febrúar 1837.
9. Sigríður Sverrisdóttir, f. 28. janúar 1840 í Tjarnarkoti í Útskálasókn, d. 29. janúar 1840.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.